Tíska og hönnun

Nýjasta herralína FENDI innblásin af Íslandi

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Silvia Venturini, yfirhönnuður tískuhússins FENDI, segir línuna sem var sýnd á herratískuvikunni í Mílanó fyrir stuttu, vera fyrst og fremst innblásna af Íslandi.

Silvia segist vera yfir sig heilluð af sambandi manna og náttúru á Íslandi. Hitastig í heiminum fari ört hækkandi og kuldinn sé því eitthvað sem heilli hana mikið.

Hún segir allar oversized, flíkurnar vísa til klæðaburðar íslenskra sjómanna en hún notast einnig við mikið af hettum sem eiga að vísa í sama hlut. Þá notar hún þykkar ullarpeysur og fylgihluti úr loði.



Silvia Venturini Fendi.
Hér sjást sjómannsáhrifin greinilega.
Oversized slá yfir jakkaföt
Jakki með hettu sem minnir á sjóstakk





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.