Andrea Maack sendir frá sér nýtt ilmvatn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. janúar 2013 10:45 Sjötta ilmvatn íslensku listakonunnar Andreu Maack er væntanlegt til landsins í byrjun febrúar. Ilmurinn, sem ber nafnið COAL er innblásin af kolaverki, en öll ilmvötn Andreu eru unnin út frá teikningum eftir hana sjálfa. Eins og fyrri ilmvötnin verður COAL ætlað fyrir bæði kynin en þó segir Andrea að að ilmurinn verði ólíkur að vissu leiti.Andrea Maack.,,COAL er mjög mineral ilmvatn og er ætlað að fanga áhrif kolsins, svarta púðrið sem myndast þegar þau eru notuð og brotin sem verða til. Ég myndi segja að ilmurinn væri meira karlmannlegur og kaldur en þeir fyrri. Það er búið að vera mjög langt ferli að ná þessu alveg nákvæmlega eins og við vildum hafa það", segir Andrea, en hún vinnur náið með framleiðendum ilmvatnanna í Frakklandi og á Ítalíu.COAL verður einnig í öðruvísi pakkningum, en Andrea segir nýju umbúðirnar vera mun veglegri en áður. ,,Þær verða mismunandi skúlptúrar sem sem hannaðir eru út frá ólíkum teikningum. Þetta eru harðir kassar sem verður hægt að nota aftur og eru þar af leiðandi mun umhverfisvænni", en öll ilmvötnin verða komin í þennan nýja búning innan skamms.Ilmvötn Andreu hafa farið sigurför um heiminn og eru fáanleg í 20 löndum. Þau hafa átt sérstaklega mikilli velgengni að fagna í Bandaríkjunum, en þar eru þau seld í tuttugu búðum víðsvegar um landið. Ilmirnir hafa einnig fengið umfjöllun í mörgum af stæstu tískublöðum heims, svo sem Vogue, Marie Claire og Costume.COAL verður fáanlegt, ásamt fyrri ilmvötnum Andreu, í Kronkron á Vatnsstíg og SPARK Design Space á Klapparstíg.COAL kolaverkið. Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Sjötta ilmvatn íslensku listakonunnar Andreu Maack er væntanlegt til landsins í byrjun febrúar. Ilmurinn, sem ber nafnið COAL er innblásin af kolaverki, en öll ilmvötn Andreu eru unnin út frá teikningum eftir hana sjálfa. Eins og fyrri ilmvötnin verður COAL ætlað fyrir bæði kynin en þó segir Andrea að að ilmurinn verði ólíkur að vissu leiti.Andrea Maack.,,COAL er mjög mineral ilmvatn og er ætlað að fanga áhrif kolsins, svarta púðrið sem myndast þegar þau eru notuð og brotin sem verða til. Ég myndi segja að ilmurinn væri meira karlmannlegur og kaldur en þeir fyrri. Það er búið að vera mjög langt ferli að ná þessu alveg nákvæmlega eins og við vildum hafa það", segir Andrea, en hún vinnur náið með framleiðendum ilmvatnanna í Frakklandi og á Ítalíu.COAL verður einnig í öðruvísi pakkningum, en Andrea segir nýju umbúðirnar vera mun veglegri en áður. ,,Þær verða mismunandi skúlptúrar sem sem hannaðir eru út frá ólíkum teikningum. Þetta eru harðir kassar sem verður hægt að nota aftur og eru þar af leiðandi mun umhverfisvænni", en öll ilmvötnin verða komin í þennan nýja búning innan skamms.Ilmvötn Andreu hafa farið sigurför um heiminn og eru fáanleg í 20 löndum. Þau hafa átt sérstaklega mikilli velgengni að fagna í Bandaríkjunum, en þar eru þau seld í tuttugu búðum víðsvegar um landið. Ilmirnir hafa einnig fengið umfjöllun í mörgum af stæstu tískublöðum heims, svo sem Vogue, Marie Claire og Costume.COAL verður fáanlegt, ásamt fyrri ilmvötnum Andreu, í Kronkron á Vatnsstíg og SPARK Design Space á Klapparstíg.COAL kolaverkið.
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira