Íslendingur hannar og selur hulstur fyrir iPhone Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. janúar 2013 14:15 Rakel Tómasdóttir er mikill fagurkeri og hefur fengist við listsköpun síðan hún man eftir sér, en hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á bæði hönnun og myndlist. Eftir að Rakel eignaðist iPhone rak hún sig á hversu erfitt það var að finna falleg hulstur utan um hann. Á endanum fann hún síðu á netinu þar sem hægt var að senda inn eigin mynd og fá hana prentaða á hulstur.,,Ég fékk mikið hrós fyrir hulstrið sem ég hafði gert sjálf og það voru margir sem sögðu við mig að ég gæti selt þetta", segir Rakel, en í kjölfarið fann hún hagkvæmustu leiðina til að framleiða hulstrin og selur þau nú á facebooksíðunni Facebook.com/utopiart1. Hulstrin kosta 4500 kr.Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, en vegna eftirspurnar verða hulstrin líka í boði fyrir Samsung síma á á næstu dögum og einnig eru límmiðar fyrir fartölvum með myndum eftir Rakel væntanlegir.Rakel segist sjálf ætla að halda ótrauð áfram í listinni, en hún stefnir á háskólanám í grafískri hönnun eða vöruhönnun þegar hún klárar Verzlunarskólann. ,,Myndlistin er mín aðferð til þess að komast út úr heiminum í smá stund og hugsa ekki um neitt annað sem er að angra mig. Ég teikna fyrir sjálfa mig og ef fólki finnst það sem ég geri flott þá er það bara gaman," segir þessi hæfileikaríka stúlka að lokum.Rakel með eitt af verkum sínum.Facebooksíða Rakelar. Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Rakel Tómasdóttir er mikill fagurkeri og hefur fengist við listsköpun síðan hún man eftir sér, en hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á bæði hönnun og myndlist. Eftir að Rakel eignaðist iPhone rak hún sig á hversu erfitt það var að finna falleg hulstur utan um hann. Á endanum fann hún síðu á netinu þar sem hægt var að senda inn eigin mynd og fá hana prentaða á hulstur.,,Ég fékk mikið hrós fyrir hulstrið sem ég hafði gert sjálf og það voru margir sem sögðu við mig að ég gæti selt þetta", segir Rakel, en í kjölfarið fann hún hagkvæmustu leiðina til að framleiða hulstrin og selur þau nú á facebooksíðunni Facebook.com/utopiart1. Hulstrin kosta 4500 kr.Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, en vegna eftirspurnar verða hulstrin líka í boði fyrir Samsung síma á á næstu dögum og einnig eru límmiðar fyrir fartölvum með myndum eftir Rakel væntanlegir.Rakel segist sjálf ætla að halda ótrauð áfram í listinni, en hún stefnir á háskólanám í grafískri hönnun eða vöruhönnun þegar hún klárar Verzlunarskólann. ,,Myndlistin er mín aðferð til þess að komast út úr heiminum í smá stund og hugsa ekki um neitt annað sem er að angra mig. Ég teikna fyrir sjálfa mig og ef fólki finnst það sem ég geri flott þá er það bara gaman," segir þessi hæfileikaríka stúlka að lokum.Rakel með eitt af verkum sínum.Facebooksíða Rakelar.
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira