Jón Bjarnason þingmaður hefur sagt sig úr þingflokki VG. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, varaforseti Alþingis, las bréf frá Jóni þessa efnis upp við upphaf þingfundar í dag. Jón hefur verið þingmaður flokksins frá árinu 1999, þegar flokkurinn fékk fyrst kjörna þingmenn á Alþingi. Jón tilkynnti á dögunum að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram fyrir flokkinn. Jón Bjarnason ætlar að sitja á þingi utan flokka það sem eftir lifir kjörtímabils, en kosningar fara fram í vor.
Jón Bjarnason segir skilið við þingflokk VG
Jón Hákon Halldórsson skrifar
