Heitustu förðunartrend sumarsins Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 23. janúar 2013 12:00 Í vor og sumar verður af nógu að taka í förðunartískunni. Lífið fékk Ernu Hrund Hermannsdóttur, förðunarfræðing og bloggara hjá Trendnet.is, til að fara í gegnum sína uppáhalds förðunarstrauma í sumartískunni þetta árið ásamt því að gefa okkur góð ráð.Mattar litaðar varir: Litaðar varir verð alltaf vinsælar með hækkandi sól en verða frekar mattari í ár en áður. Það er þó ekki alltaf nauðsynlegt að fjárfesta í nýjum varalit, heldur er gott ráð að setja þunnt tissjú yfir varirnar eftir að varaliturinn er borinn á og strjúka yfir með litlausu púðri eftir á. Einnig er hægt að setja augnskugga í sama lit yfir varirnar.Mattar varir sáust hjá: Burberry Prorsum, Missoni, Prada, Giles og Dries Van Noten.Litrík augu: Sumarlegir og litríkir augnskuggar, eyelinerar og maskarar verða mjög áberandi í sumar. Hjá mörgum hönnuðum voru litirnir notaðir á óvenjulegan hátt, t.d. augnskuggi og maskari í sama lit. Til að halda litunum fallegum og sterkum allan daginn er mjög mikilvægt að nota primer á augnlokin.Litrík augu sáust hjá: Michel Kors, Dior, Anna Sui og Donnu Karan.Sjöundi áratugurinn: Áhrif sjöunda áratugarins voru virkilega áberandi en það var engu líkara en að Twiggy sjálf gengi tískupallana hjá nokkrum hönnuðum. Til að ná 60´s lúkkinu er lykilatriði að skyggja globuslínuna vel með dökkum augnskugga, setja nóg af maskara á augnhárin og ef þið eruð í stuði, setja stök augnhár meðfram neðri augnhárunum til að toppa lúkkið.Áhrif sjöunda áratugsins sáust hjá: Marc Jacobs, Moschino og Louis Vuitton.Nude lúkk: Fullkomin, lýtalaus húð er lykilatriði í nude lúkkinu sem verður áberandi í sumar. Að mínu mati er nauðsynlegt að eiga gott BB krem, og jafnvel að nota það sem primer og setja léttan farða yfir. Ég mæli með BB prep – primer frá MAC og Lumi farðanum frá L'oreal.Nude lúkið sást hjá: Alexander Wang, Alexander McQueen, Roberto Cavalli, Valentino og Balmain.Þykk augnhár: Þetta trend er í miklu uppáhaldi hjá mér fyrir sumarið. Þétt gerviaugnhár eru nauðsynleg fyrir kvöldförðunina. Dags daglega er sniðugt að blekkja augað með því að setja dökka eyelinerlínu bara meðfram efri augnhárunum og þá virðast þau vera þykkari. Þá er líka hægt að nota vatnsheldan eða smitfrían eyeliner til að koma í veg fyrir að línan renni til í sólinni. Svo verður þykkingarmaskari alveg nauðsynlegur, en ég mæli með möskurum sem eru með þéttum og löngum hárum á greiðunni eins og Colossal frá Maybelline eða Diorshow Exstase.Þykk augnhár sáust hjá: Gucci, Armani, Versace, Alltuzarra, og Ralph Lauren. Hægt er að fylgjast með Ernu blogga um snyrtivörur, farðanir og tísku á trendnet.is/reykjavikfashionjournalErna Hrund. Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Í vor og sumar verður af nógu að taka í förðunartískunni. Lífið fékk Ernu Hrund Hermannsdóttur, förðunarfræðing og bloggara hjá Trendnet.is, til að fara í gegnum sína uppáhalds förðunarstrauma í sumartískunni þetta árið ásamt því að gefa okkur góð ráð.Mattar litaðar varir: Litaðar varir verð alltaf vinsælar með hækkandi sól en verða frekar mattari í ár en áður. Það er þó ekki alltaf nauðsynlegt að fjárfesta í nýjum varalit, heldur er gott ráð að setja þunnt tissjú yfir varirnar eftir að varaliturinn er borinn á og strjúka yfir með litlausu púðri eftir á. Einnig er hægt að setja augnskugga í sama lit yfir varirnar.Mattar varir sáust hjá: Burberry Prorsum, Missoni, Prada, Giles og Dries Van Noten.Litrík augu: Sumarlegir og litríkir augnskuggar, eyelinerar og maskarar verða mjög áberandi í sumar. Hjá mörgum hönnuðum voru litirnir notaðir á óvenjulegan hátt, t.d. augnskuggi og maskari í sama lit. Til að halda litunum fallegum og sterkum allan daginn er mjög mikilvægt að nota primer á augnlokin.Litrík augu sáust hjá: Michel Kors, Dior, Anna Sui og Donnu Karan.Sjöundi áratugurinn: Áhrif sjöunda áratugarins voru virkilega áberandi en það var engu líkara en að Twiggy sjálf gengi tískupallana hjá nokkrum hönnuðum. Til að ná 60´s lúkkinu er lykilatriði að skyggja globuslínuna vel með dökkum augnskugga, setja nóg af maskara á augnhárin og ef þið eruð í stuði, setja stök augnhár meðfram neðri augnhárunum til að toppa lúkkið.Áhrif sjöunda áratugsins sáust hjá: Marc Jacobs, Moschino og Louis Vuitton.Nude lúkk: Fullkomin, lýtalaus húð er lykilatriði í nude lúkkinu sem verður áberandi í sumar. Að mínu mati er nauðsynlegt að eiga gott BB krem, og jafnvel að nota það sem primer og setja léttan farða yfir. Ég mæli með BB prep – primer frá MAC og Lumi farðanum frá L'oreal.Nude lúkið sást hjá: Alexander Wang, Alexander McQueen, Roberto Cavalli, Valentino og Balmain.Þykk augnhár: Þetta trend er í miklu uppáhaldi hjá mér fyrir sumarið. Þétt gerviaugnhár eru nauðsynleg fyrir kvöldförðunina. Dags daglega er sniðugt að blekkja augað með því að setja dökka eyelinerlínu bara meðfram efri augnhárunum og þá virðast þau vera þykkari. Þá er líka hægt að nota vatnsheldan eða smitfrían eyeliner til að koma í veg fyrir að línan renni til í sólinni. Svo verður þykkingarmaskari alveg nauðsynlegur, en ég mæli með möskurum sem eru með þéttum og löngum hárum á greiðunni eins og Colossal frá Maybelline eða Diorshow Exstase.Þykk augnhár sáust hjá: Gucci, Armani, Versace, Alltuzarra, og Ralph Lauren. Hægt er að fylgjast með Ernu blogga um snyrtivörur, farðanir og tísku á trendnet.is/reykjavikfashionjournalErna Hrund.
Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning