Fimleikasamband Íslands hefur fengið það verkefni að halda Evrópumótið í Hópfimleikum á Íslandi árið 2014 en þetta verður tíunda Evrópumótið. Íslenska kvennalandsliðið hefur unnið gullið á síðustu tveimur Evrópumótum og fær því tækifæri til að ná þrennunni á heimavelli.
Þetta verður 10 skiptið sem Evrópumótið fer fram, en fyrsta opinbera mótið fór fram 1996 í Finnlandi. Íslensku landsliðin hafa verið mjög sigursæl á evrópumótum undanfarin ár og komu heim með tvo meistaratitla frá síðasta móti sem haldið var í Danmörku haustið 2012 því bæði kvennaliðið og stúlknaliðið unnu gullið á glæsilegan hátt.
Evrópumótið 2014 er lang stærsti fimleikaviðburður sem fram hefur farið á Íslandi og viðurkenning á því frábæra starfi sem fram fer innan Íslensku fimleikahreyfingarinnar hvort sem litið er til iðkenda, þjálfara, starfsfólks eða sjálfboðaliða.
Áætlað er að á milli 700 og 1000 keppendur frá 15-20 löndum komi til landsins og þeim fylgi um 1500-2000 áhorfendur. Ætla má að beinar og óbeinar tekjur af mótinu geti numið rúmum hálfum milljarði.
Hópfimleikar (TeamGym) eru ein af sjö greinum innan Fimleikasambands Evrópu (UEG) og hefur verið í gríðarlegum vexti innan Evrópu síðustu árin, en hún er nú stunduð í langflestum Evrópulöndum. Á heimsvísu er greinin að festa rætur í Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Suður Afríku og Japan og vonir standa til að hún verði tekin upp innan Alþjóða Fimleikasambandsins á næstu árum.
Stelpurnar fá að verja Evrópumeistaratitilinn á heimavelli
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn