Hannar vinabönd í nýjum búning Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 20. janúar 2013 12:30 Guðrún Tara Sveinsdóttir vakti athygli fyrir hárspennur- og bönd sem hún byrjaði að selja í Kronkron í desember undir nafninu Dancing Deer. Spennurnar eru sérstakar að því leiti að þær eru búnar til með svokallaðri vinabanda hnýtiaðferð. Viðbrögðin við spennunum voru stórgóð og eru þær nú nánast uppseldar. Guðrún vinnur hörðum höndum að því að búa til annað upplag þessa dagana, en það er mikil nákvæmnisvinna þar sem hnýtingarnar eru allar handgerðar.Guðrún segir hugmyndina hafa kviknað árið 2006, en þá datt henni í hug að hnýta saman satínborða með vinabandsaðferðinni. Í fyrstu voru þetta löng og stór hálsmen sem tóku margar vikur í vinnslu, en á þessum tíma lærði Guðrún fatahönnun í Listaháskóla Íslands. Á annars árs tískusýningunni gerði hún fyrst spennur í hárið á fyrirsætunum sem pössuðu við fötin sem hún sýndi þar.Standur með spennum Guðrúnar í Kron kron.Guðrún lagði fatahönnunina á hilluna og skipti yfir í myndlist í LHÍ. Nú er hún á sinni fjórðu önn og segir myndlistina vera bestu reynslu lífs síns hingað til. Vinaböndin fá þó að fylgja henni áfram:,,Vinabönd eiga að tákna umhyggju og gleði og það er tilgangurinn með spennunum. Litagleðin er í fyrirúmi og ég vil að hver og einn geti fundið spennu eða band við sitt hæfi og passar við einstaklinginn. Mér finnst mikilvægt að gera hvert og eitt stykki sjálf. Þó þetta sé mikil handavinna er ég stöðugt drifin áfram við að hnýta því það veitir mér mikla gleði. Ég er sífellt að þróa þetta og mig langar til að bæta einhverju skemmtilegu við fyrir næsta holl sem fer í sölu í Kronkron".Spurð um framhaldið segist Guðrún ætla að einbeita sér að myndlistinni en það eru nokkrar sýningar framundan hjá henni. Einnig talar hún um mjög spennandi verkefni sem er framundan. Hún ætlar að vinna það í samstarfi við unnusta sinn, en hann er er einmitt fatahönnunarnemi við Listaháskólann.Guðrún Tara Sveinsdóttir.Dancing Deer á Facebook. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Guðrún Tara Sveinsdóttir vakti athygli fyrir hárspennur- og bönd sem hún byrjaði að selja í Kronkron í desember undir nafninu Dancing Deer. Spennurnar eru sérstakar að því leiti að þær eru búnar til með svokallaðri vinabanda hnýtiaðferð. Viðbrögðin við spennunum voru stórgóð og eru þær nú nánast uppseldar. Guðrún vinnur hörðum höndum að því að búa til annað upplag þessa dagana, en það er mikil nákvæmnisvinna þar sem hnýtingarnar eru allar handgerðar.Guðrún segir hugmyndina hafa kviknað árið 2006, en þá datt henni í hug að hnýta saman satínborða með vinabandsaðferðinni. Í fyrstu voru þetta löng og stór hálsmen sem tóku margar vikur í vinnslu, en á þessum tíma lærði Guðrún fatahönnun í Listaháskóla Íslands. Á annars árs tískusýningunni gerði hún fyrst spennur í hárið á fyrirsætunum sem pössuðu við fötin sem hún sýndi þar.Standur með spennum Guðrúnar í Kron kron.Guðrún lagði fatahönnunina á hilluna og skipti yfir í myndlist í LHÍ. Nú er hún á sinni fjórðu önn og segir myndlistina vera bestu reynslu lífs síns hingað til. Vinaböndin fá þó að fylgja henni áfram:,,Vinabönd eiga að tákna umhyggju og gleði og það er tilgangurinn með spennunum. Litagleðin er í fyrirúmi og ég vil að hver og einn geti fundið spennu eða band við sitt hæfi og passar við einstaklinginn. Mér finnst mikilvægt að gera hvert og eitt stykki sjálf. Þó þetta sé mikil handavinna er ég stöðugt drifin áfram við að hnýta því það veitir mér mikla gleði. Ég er sífellt að þróa þetta og mig langar til að bæta einhverju skemmtilegu við fyrir næsta holl sem fer í sölu í Kronkron".Spurð um framhaldið segist Guðrún ætla að einbeita sér að myndlistinni en það eru nokkrar sýningar framundan hjá henni. Einnig talar hún um mjög spennandi verkefni sem er framundan. Hún ætlar að vinna það í samstarfi við unnusta sinn, en hann er er einmitt fatahönnunarnemi við Listaháskólann.Guðrún Tara Sveinsdóttir.Dancing Deer á Facebook.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira