Lífið

Dorrit stal senunni - gleymdi lykilorðinu sínu

Ellý Ármanns skrifar
Ljósmyndarinn Anton Brink tók meðfylgjandi myndir í dag þegar listamaðurinn Ingvar Björn Þorsteinsson framkvæmdi listagjörning sem hann kallar Largest Artwork in the World.

Hann ætlar að búa til vettvang þar sem hann tengir saman fólk alls staðar að úr heiminum í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook með það markmið að búa til stærsta listaverk í heimi en það er WOW air sem styrkir gjörninginn. Listagjörningurinn hófst í dag á Listasafni Reykjavíkur en forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson málaði fyrstu strokuna.

Dorrit Moussaieff stal senunni eins og vanalega en hún steingleymdi lyklorðinu sínu þegar hún 'loggaði' sig inn á Facebook til að gera sína stroku í listaverkinu við mikil fagnaðarlæti viðstaddra.

Gjörningurinn er til styrktar Unicef og verður lifandi á vefnum í 66 daga, eða jafnmörg ár og Unicef hefur verið starfandi.

Aðstandendur Facebook sýndu listagjörningnum strax mikinn áhuga og vildu leggja sitt af mörkum til að koma listaverkinu á framfæri. Töldu þeir að samskiptavefur þeirra væri góður vettvangur til að koma listaverkinu á framfæri alls staðar í heiminum með notendur yfir milljarð manns.

Hér má skoða fleiri ljósmyndir frá viðburðinu.

Taktu þátt í að skapa stærsta listaverk heims HÉR.

Myndir/Anton Brink
Skúli Mogensen, Dorrit Moussaieff, Ólafur Ragnar Grímsson og listamaðurinn Ingvar Björn Þorsteinsson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.