Victoria's Secret engillinn og fegurðardísin Candice Swanepoel situr fyrir í auglýsingaherferð fyrir hið virta skartgripafyrirtæki Swarovski. Myndirnar sem teknar voru af Nick Knight eru undurfagrar, en þar situr Swanepoel fyrir með hjálm, skíðagleraugu og lóð úr kristöllum.