Lindsey Vonn sleit allt í hnénu - tímabilið búið og ÓL í hættu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2013 17:53 Lindsey Vonn. Mynd/AP Tímabilið er búið hjá hinni 28 ára gömlu Lindsey Vonn eftir að hún sleit allt í hægra hnénu sínu í stórsvigskeppninni á heimsmeistaramótinu í Alpagreinum sem fer þessa dagana fram í Austurríki. Lindsey Vonn er frægasta og sigursælasta skíðakona heims undanfarin ár en þetta var fyrsti keppnisdagurinn á mótinu í Schladming í Austurríki. Læknir á sjúkrahúsinu í Schladming staðfesti við formann austurríska skíðasambandsins að Lindsey Vonn hafi slitið krossband og önnur liðbönd í hægra hnénu. Hún féll illa í brautinni en slysið varð stuttu eftir tvö í dag. Vonn var flutt í þyrlu á næsta sjúkrahús en hugað var að henni í brekkunni í tólf mínútur áður en þyrlan fór með hana á spítalann. Það er ljóst að Lindsey Vonn keppir ekki meira á þessu tímabili og nær því ekki að verja Heimsbikarmeistaratitla sína en hún vann fjóra titla í Heimsbikarnum á síðasta ári, í stórsvigi, bruni, tvíkeppni og samanlögðu. Þá er ekki öruggt að Vonn nái að komast í keppnisform fyrir Ólympíuleikana í Sochi í Rússlandi sem fara fram eftir ár en þar ætlaði sú bandaríska að bæta við Ólympíugullið sem hún vann í bruni á leikunum í Vancouver fyrir þremur árum. Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Sjá meira
Tímabilið er búið hjá hinni 28 ára gömlu Lindsey Vonn eftir að hún sleit allt í hægra hnénu sínu í stórsvigskeppninni á heimsmeistaramótinu í Alpagreinum sem fer þessa dagana fram í Austurríki. Lindsey Vonn er frægasta og sigursælasta skíðakona heims undanfarin ár en þetta var fyrsti keppnisdagurinn á mótinu í Schladming í Austurríki. Læknir á sjúkrahúsinu í Schladming staðfesti við formann austurríska skíðasambandsins að Lindsey Vonn hafi slitið krossband og önnur liðbönd í hægra hnénu. Hún féll illa í brautinni en slysið varð stuttu eftir tvö í dag. Vonn var flutt í þyrlu á næsta sjúkrahús en hugað var að henni í brekkunni í tólf mínútur áður en þyrlan fór með hana á spítalann. Það er ljóst að Lindsey Vonn keppir ekki meira á þessu tímabili og nær því ekki að verja Heimsbikarmeistaratitla sína en hún vann fjóra titla í Heimsbikarnum á síðasta ári, í stórsvigi, bruni, tvíkeppni og samanlögðu. Þá er ekki öruggt að Vonn nái að komast í keppnisform fyrir Ólympíuleikana í Sochi í Rússlandi sem fara fram eftir ár en þar ætlaði sú bandaríska að bæta við Ólympíugullið sem hún vann í bruni á leikunum í Vancouver fyrir þremur árum.
Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Sjá meira