Magatoppar eru umdeildur tískustraumur sem hefur samt sem áður náð að festa sig vel í sessi síðasta árið. Topparnir fóru fyrst að sjást síðasta sumar og hafa verið mjög sýnilegir í vetur. Þeir koma svo með okkur inn í sumarið, en þar verða þeir vinsælir undir buxnadragtir og verða jafnvel enn efnisminni en áður. Hér sjáum við hvernig nokkrir hönnuðir sáu magatoppana fyrir sér í sumar.
Magatoppur og víðar leðurbuxur hjá Balmain.Louis Vuitton.Magatoppur undir dragt hjá Balenciaga.Afar efnislítill toppur við hnésítt pils hjá Jonathan Saunders.