Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys? 14. febrúar 2013 13:55 Oscar Pistarius Mynd/AFP Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. Málið hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum um allan heim en Pistorius var handtekinn á heimili sínu í morgun eftir að hafa skotið kærustu sína, Reevu Steenkamp, fjórum sinnum. Fyrstu fregnir af málinu voru á þá leið að hann hafi skotið hana fyrir mistök þar sem hann taldi að hún væri innbrotsþjófur. Suður-Afrískir fjölmiðlar segja að morðvettvangurinn sé svefnherbergið – hún hafi ætlað að koma honum á óvart tilefni Valentínusardagsins en honum hafi brugðið mjög og skotið hana. Talsmaður lögreglunnar segir að málið sé rannsakað sem morðmál og að þær fregnir, að Pistorius hafi haldið að kærastan væri innbrotsþjófur, séu ekki komnar frá lögreglunni. Lögreglan segir einnig að undanfarið hafi hún sinnt nokkrum útköllum vegna deilna á milli parsins á heimilinu. Staðfest hefur verið að þau voru ein í húsinu þegar skotunum var hleypt af í nótt. „Það voru vitni þessu sem við erum að yfirheyra. Þá erum við einnig að tala við nágranna og fólk sem heyrði „hluti" í gærkvöldi og í morgun þegar skotárásin átti sér stað," segir talsmaður lögreglunnar. Það virðist því óljóst hvort að spretthlauparinn hafi skotið kærustuna fyrir mistök, eins og haldið hefur verið fram. Steenkamp var skotin fjórum sinnum, þar af í höfuðið, bringu og handlegg. Hún var látinn þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang og fannst 9mm skammbyssa á vettvangi.Reeva Steenkamp starfaði sem fyrirsætaMynd/AFPPistorius og Steenkamp byrjuðu saman í lok nóvember á síðasta ári, en hún vann sem fyrirsæta og er menntaður lögfræðingur. Talsmaður hennar sagði í samtali við Sky News að fjölskyldan væri í losti. „Hún var yndislegasta manneskja í heimi. Mjög hæfileika rík og skýr stelpa. Þau voru mjög hamingjusöm saman," segir talsmaðurinn. Í viðtali, sem birtist í dagblaði í Suður-Afríku um helgina, sagði hún að Pistorius væri heiðarlegur og góðhjartaður maður. Oscar Pistorius er einn frægast íþróttamaður Suður-Afríku. Hann var fyrsti fatlaði maðurinn til að taka þátt á Ólympíuleikum, en það gerði hann í sumar þegar hann tók þátt í 400 metra boðhlaupi, ásamt sveit sinni. Þegar hann var 11 mánaða voru báðir fótleggir hans fjarlægðir vegna fæðingargalla. Á síðasta ári útnefndi tímaritið Time hann einn af 100 áhrifamestu mönnnum í heimi. Glæpatíðnin í Suður-Afríku er rosalega há en þar eru framin um 50 ofbeldisglæpir á hverjum einasta degi. Algegnt er að fólk geymi byssu á heimili sínu til að verja sig gegn innbrotsþjófum. 13 af hverjum 100 íbúum í landinu eiga byssu. Pistorius var einn af þeim, hann geymdi skammbyssu við rúmið sitt og hríðskotabyssu við svefnherbergisgluggann, ásamt hafnabolta- og krikketkylfu, samkvæmt frétt Sky News. Oscar Pistorius Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. Málið hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum um allan heim en Pistorius var handtekinn á heimili sínu í morgun eftir að hafa skotið kærustu sína, Reevu Steenkamp, fjórum sinnum. Fyrstu fregnir af málinu voru á þá leið að hann hafi skotið hana fyrir mistök þar sem hann taldi að hún væri innbrotsþjófur. Suður-Afrískir fjölmiðlar segja að morðvettvangurinn sé svefnherbergið – hún hafi ætlað að koma honum á óvart tilefni Valentínusardagsins en honum hafi brugðið mjög og skotið hana. Talsmaður lögreglunnar segir að málið sé rannsakað sem morðmál og að þær fregnir, að Pistorius hafi haldið að kærastan væri innbrotsþjófur, séu ekki komnar frá lögreglunni. Lögreglan segir einnig að undanfarið hafi hún sinnt nokkrum útköllum vegna deilna á milli parsins á heimilinu. Staðfest hefur verið að þau voru ein í húsinu þegar skotunum var hleypt af í nótt. „Það voru vitni þessu sem við erum að yfirheyra. Þá erum við einnig að tala við nágranna og fólk sem heyrði „hluti" í gærkvöldi og í morgun þegar skotárásin átti sér stað," segir talsmaður lögreglunnar. Það virðist því óljóst hvort að spretthlauparinn hafi skotið kærustuna fyrir mistök, eins og haldið hefur verið fram. Steenkamp var skotin fjórum sinnum, þar af í höfuðið, bringu og handlegg. Hún var látinn þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang og fannst 9mm skammbyssa á vettvangi.Reeva Steenkamp starfaði sem fyrirsætaMynd/AFPPistorius og Steenkamp byrjuðu saman í lok nóvember á síðasta ári, en hún vann sem fyrirsæta og er menntaður lögfræðingur. Talsmaður hennar sagði í samtali við Sky News að fjölskyldan væri í losti. „Hún var yndislegasta manneskja í heimi. Mjög hæfileika rík og skýr stelpa. Þau voru mjög hamingjusöm saman," segir talsmaðurinn. Í viðtali, sem birtist í dagblaði í Suður-Afríku um helgina, sagði hún að Pistorius væri heiðarlegur og góðhjartaður maður. Oscar Pistorius er einn frægast íþróttamaður Suður-Afríku. Hann var fyrsti fatlaði maðurinn til að taka þátt á Ólympíuleikum, en það gerði hann í sumar þegar hann tók þátt í 400 metra boðhlaupi, ásamt sveit sinni. Þegar hann var 11 mánaða voru báðir fótleggir hans fjarlægðir vegna fæðingargalla. Á síðasta ári útnefndi tímaritið Time hann einn af 100 áhrifamestu mönnnum í heimi. Glæpatíðnin í Suður-Afríku er rosalega há en þar eru framin um 50 ofbeldisglæpir á hverjum einasta degi. Algegnt er að fólk geymi byssu á heimili sínu til að verja sig gegn innbrotsþjófum. 13 af hverjum 100 íbúum í landinu eiga byssu. Pistorius var einn af þeim, hann geymdi skammbyssu við rúmið sitt og hríðskotabyssu við svefnherbergisgluggann, ásamt hafnabolta- og krikketkylfu, samkvæmt frétt Sky News.
Oscar Pistorius Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira