Árni og Bjarki berjast á Írlandi í kvöld Oddur Þorsteinsson skrifar 23. febrúar 2013 07:30 Bjarki Þór Pálsson. Árni Ísaksson ver veltivigtartitil sinn gegn Ali Arish hjá írsku bardagakeðjunni Cage Contender í kvöld. Árni vann titilinn 20. október síðastliðinn þegar hann sigraði Wayne Murrie með rothöggi í annarri lotu og varð þar með veltivigtarmeistari Cage Contender, sem er ein stærsta bardagakeðja Evrópu. Árni er þó ekki eini Íslendingurinn sem keppir þetta kvöld, því Bjarki Þór Pálsson mun keppa í öðrum áhugamannabardaga sínum fyrr um kvöldið á sama viðburði. Árni er annar tveggja íslenskra atvinnumanna í blönduðum bardagalistum (MMA), en ekki jafn þekktur og Gunnar Nelson, sem keppir í stærstu bardagakeðju í heimi, UFC. Bjarki Þór er einn af fáum Íslendingum sem keppa í áhugamannabardögum í MMA og ein bjartasta von Íslendinga í íþróttinni. Búast má við að Bjarki, ásamt fleiri upprennandi íslenskum bardagamönnum, muni hefja keppni í atvinnumannabardögum á allra næstu árum. Til að byrja með er hann að afla sér reynslu í áhugamannabardögum, en þar eru strangari reglur sem miða að því að vernda keppendur meira en atvinnumannareglur. Bakgrunnur Árna er í taílenskum hnefaleikum, eða Muay Thai, en andstæðingur hans, Ali Arish, er fyrst og fremst glímumaður, svo styrkleikar þeirra liggja á ólíkum sviðum. Arish er hættulegur andstæðingur, með 17 sigra og aðeins tvö töp. Hann hefur því meiri reynslu en Árni, sem hefur 12 sigra og fjögur töp. Arish hefur unnið sex sinnum með uppgjöf og fjórum sinnum með rothöggi og hann hefur unnið sex síðustu bardaga í röð. Þ.á.m. sigraði hann Wayne Murrie, síðasta andstæðing Árna, með rothöggi í fyrstu lotu, svo hann er hættulegur á öllum sviðum, þó aðalstyrkur hans kunni að vera í gólfglímunni. Það er ekki ósennilegt að Arish reyni að fella Árna, sigra hann með glímutækni og setja Árna í lás. Árni mun líklega reyna að halda bardaganum standandi, svo hann geti nýtt hnefaleikafærni sína, en þar sem hann þarf að varast þunga hnefa Arish kann að vera að hann reyni sjálfur að fella Arish, halda honum niðri og lenda nógu mörgum ósvöruðum höggum til að dómarinn stoppi hann. Bjarki Þór Pálsson hefur æft bardagalistir í rúm tvö ár og keppt í þremur áhugamannabardögum í hnefaleikum og unnið þá alla. Hann keppti í sínum fyrsta áhugamannabardaga í blönduðum bardagalistum seint á síðasta ári og vann hann. Eins og venjan virðist vera þegar Íslendingar keppa í MMA meiddist upprunalegi andstæðingur Bjarka, en í stað hans kom nýr andstæðingur, Paul Lawrence að nafni. Hann hefur barist fjórum sinnum, unnið þrjá og gert eitt jafntefli. Hann er örvhentur hnefaleikamaður og líklega ekki jafn sterkur í gólfglímu og Bjarki. Bjarki sagði í viðtali við bardagafregnir.is að honum finnst þægilegra að berjast í jörðinni, en vilji byrja á að spreyta sig gegn andstæðingum standandi. Þar sem grunnur Lawrence er í hnefaleikum má teljast líklegt að Bjarki reyni að fella Lawrence og setja hann í uppgjafartak. Bardagi Árna verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og stefnt er á að sýna bardagi Bjarka í sömu útsendingu. Innlendar Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Árni Ísaksson ver veltivigtartitil sinn gegn Ali Arish hjá írsku bardagakeðjunni Cage Contender í kvöld. Árni vann titilinn 20. október síðastliðinn þegar hann sigraði Wayne Murrie með rothöggi í annarri lotu og varð þar með veltivigtarmeistari Cage Contender, sem er ein stærsta bardagakeðja Evrópu. Árni er þó ekki eini Íslendingurinn sem keppir þetta kvöld, því Bjarki Þór Pálsson mun keppa í öðrum áhugamannabardaga sínum fyrr um kvöldið á sama viðburði. Árni er annar tveggja íslenskra atvinnumanna í blönduðum bardagalistum (MMA), en ekki jafn þekktur og Gunnar Nelson, sem keppir í stærstu bardagakeðju í heimi, UFC. Bjarki Þór er einn af fáum Íslendingum sem keppa í áhugamannabardögum í MMA og ein bjartasta von Íslendinga í íþróttinni. Búast má við að Bjarki, ásamt fleiri upprennandi íslenskum bardagamönnum, muni hefja keppni í atvinnumannabardögum á allra næstu árum. Til að byrja með er hann að afla sér reynslu í áhugamannabardögum, en þar eru strangari reglur sem miða að því að vernda keppendur meira en atvinnumannareglur. Bakgrunnur Árna er í taílenskum hnefaleikum, eða Muay Thai, en andstæðingur hans, Ali Arish, er fyrst og fremst glímumaður, svo styrkleikar þeirra liggja á ólíkum sviðum. Arish er hættulegur andstæðingur, með 17 sigra og aðeins tvö töp. Hann hefur því meiri reynslu en Árni, sem hefur 12 sigra og fjögur töp. Arish hefur unnið sex sinnum með uppgjöf og fjórum sinnum með rothöggi og hann hefur unnið sex síðustu bardaga í röð. Þ.á.m. sigraði hann Wayne Murrie, síðasta andstæðing Árna, með rothöggi í fyrstu lotu, svo hann er hættulegur á öllum sviðum, þó aðalstyrkur hans kunni að vera í gólfglímunni. Það er ekki ósennilegt að Arish reyni að fella Árna, sigra hann með glímutækni og setja Árna í lás. Árni mun líklega reyna að halda bardaganum standandi, svo hann geti nýtt hnefaleikafærni sína, en þar sem hann þarf að varast þunga hnefa Arish kann að vera að hann reyni sjálfur að fella Arish, halda honum niðri og lenda nógu mörgum ósvöruðum höggum til að dómarinn stoppi hann. Bjarki Þór Pálsson hefur æft bardagalistir í rúm tvö ár og keppt í þremur áhugamannabardögum í hnefaleikum og unnið þá alla. Hann keppti í sínum fyrsta áhugamannabardaga í blönduðum bardagalistum seint á síðasta ári og vann hann. Eins og venjan virðist vera þegar Íslendingar keppa í MMA meiddist upprunalegi andstæðingur Bjarka, en í stað hans kom nýr andstæðingur, Paul Lawrence að nafni. Hann hefur barist fjórum sinnum, unnið þrjá og gert eitt jafntefli. Hann er örvhentur hnefaleikamaður og líklega ekki jafn sterkur í gólfglímu og Bjarki. Bjarki sagði í viðtali við bardagafregnir.is að honum finnst þægilegra að berjast í jörðinni, en vilji byrja á að spreyta sig gegn andstæðingum standandi. Þar sem grunnur Lawrence er í hnefaleikum má teljast líklegt að Bjarki reyni að fella Lawrence og setja hann í uppgjafartak. Bardagi Árna verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og stefnt er á að sýna bardagi Bjarka í sömu útsendingu.
Innlendar Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira