Fá loksins útskrift af símtalinu fræga: „Vonandi fáum við að vita hvers vegna þetta var gert" 21. febrúar 2013 17:32 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri. Seðlabankinn hefur boðið fjárlaganefnd Alþingis að upplýsa nefndina um hvað fór á milli Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra í símtali í aðdraganda þess að Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 80 milljarða tveimur dögum fyrir hrun bankans. Þetta segir Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, í samtali við fréttastofu en engin svör fengust frá Seðlabanka Íslands vegna málsins, þegar eftir því var leitað nú síðdegis. Björn Valur tilkynnti í vikunni að nefndin ætlaði að birta skýrslu um samskipti sín við Seðlabankann vegna þessa máls, en þrátt fyrir ítrekaðar óskir nefndarinnar hefur Seðlabankinn ekki orðið við óskum hennar um að fá útskrift af þessu símtali, en bankinn á hljóðupptöku af samtali Davíðs og Geirs. „Ég hef ekki hugmynd um afhverju þeir gera þetta núna því við erum búnir að biðja um þetta síðan í mars í fyrra - þeir hafa alltaf neitað þessu og verið með ýmsa útúrsnúninga og hártoganir," segir Björn Valur. „Okkur var boðið að fá að lesa útskrift af þessu símtali." „Við höfum orð núverandi seðlabankastjóra fyrir því að þessir tveir náungar [innsk.blm. Davíð og Geir] hafi haft með sér samráð varðandi þessa lánveitingu," segir hann. „Ég er bara að vonast til þess að við fáum að vita hvers vegna þetta var gert, að 80 milljörðum var ráðstafað í hraði með þessum hætti, gegn lánareglum bankans og án tryggðra veða, daginn sem sem bankakerfið á Íslandi hrundi," segir Björn. Fjárlaganefnd mun hittast strax eftir helgi og segir Björn Valur að hann eigi von á því að nefndin lesi afritið yfir þar. Framhaldið sé óljóst þar til fjárlaganefndin hefur lesið útskriftina. Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. október 2008, tveimur dögum fyrir hrun bankans. Í vitnaleiðslum vegna Landsdóms í fyrra kom fram að upptaka af samtali Davíðs og Geirs um lánið væri til og óskuðu fjárlaganefnd og efnahags- og viðskitpanefnd eftir afriti af símtalinu - en án árangurs.Smugan greindi fyrst frá málinu í dag. Landsdómur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Seðlabankinn hefur boðið fjárlaganefnd Alþingis að upplýsa nefndina um hvað fór á milli Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra í símtali í aðdraganda þess að Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 80 milljarða tveimur dögum fyrir hrun bankans. Þetta segir Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, í samtali við fréttastofu en engin svör fengust frá Seðlabanka Íslands vegna málsins, þegar eftir því var leitað nú síðdegis. Björn Valur tilkynnti í vikunni að nefndin ætlaði að birta skýrslu um samskipti sín við Seðlabankann vegna þessa máls, en þrátt fyrir ítrekaðar óskir nefndarinnar hefur Seðlabankinn ekki orðið við óskum hennar um að fá útskrift af þessu símtali, en bankinn á hljóðupptöku af samtali Davíðs og Geirs. „Ég hef ekki hugmynd um afhverju þeir gera þetta núna því við erum búnir að biðja um þetta síðan í mars í fyrra - þeir hafa alltaf neitað þessu og verið með ýmsa útúrsnúninga og hártoganir," segir Björn Valur. „Okkur var boðið að fá að lesa útskrift af þessu símtali." „Við höfum orð núverandi seðlabankastjóra fyrir því að þessir tveir náungar [innsk.blm. Davíð og Geir] hafi haft með sér samráð varðandi þessa lánveitingu," segir hann. „Ég er bara að vonast til þess að við fáum að vita hvers vegna þetta var gert, að 80 milljörðum var ráðstafað í hraði með þessum hætti, gegn lánareglum bankans og án tryggðra veða, daginn sem sem bankakerfið á Íslandi hrundi," segir Björn. Fjárlaganefnd mun hittast strax eftir helgi og segir Björn Valur að hann eigi von á því að nefndin lesi afritið yfir þar. Framhaldið sé óljóst þar til fjárlaganefndin hefur lesið útskriftina. Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. október 2008, tveimur dögum fyrir hrun bankans. Í vitnaleiðslum vegna Landsdóms í fyrra kom fram að upptaka af samtali Davíðs og Geirs um lánið væri til og óskuðu fjárlaganefnd og efnahags- og viðskitpanefnd eftir afriti af símtalinu - en án árangurs.Smugan greindi fyrst frá málinu í dag.
Landsdómur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira