Heitustu herratrendin í sumar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2013 09:30 Árið 2013 er spennandi í tískuheiminum og gefur herratískan dömutískunni ekkert eftir. Pönkið sem hefur verið vinsælt síðustu misseri víkur fyrir einfaldari flíkum, klassískum peysum, sterkum litum og fatnaði í fínni kantinum. Lífið fékk Helga Ómarsson, ljósmyndara, bloggara og tískuspekúlant til að segja okkur frá heitustu herratrendum sumarsins.Neonlitir: Neonlitirnir hafa ekki verið áberandi síðustu ár en eru núna að koma ótrúlega sterkir inn. Á sýningarpöllunum sáum við mikið af jakkafötum, útiflíkum, peysum og skyrtum í öllum regnbogans litum. Sterkir og skærir litir verða flottir innan undir einfaldar flíkur, jafnvel peysa í fallegum lit undir jakkaföt. Ég er persónulega ekki viss um að ég treysti mér í þetta trend, en það er þó fallegt fyrir augað. Litir hitta alltaf í mark.Fínn klæðnaður og stuttar buxur: Það var mjög áhugavert að sjá hvert módelið á fætur öðru ganga niður sýningarpallana í stuttbuxum, en það trend mun tröllríða öllu í sumar. Hvort sem þær eru við jakkaföt eða fínar og litríkar stuttbuxur eins og við erum vön. Ég fíla þetta trend í botn!Skaterboy tískan: Bomberjakkar, derhúfur og skyrtur eiga eftir að vera mjög áberandi í sumar. Flíkur með hermanna - og dýramynstri hafa verið að koma sterkt inn síðustu mánuði og verða mjög sýnilegar í sumar. Merki eins og Samsøe Samsøe, ACNE, BOY, Rascals og Topman eru ofarlega í þessum stíl og er gaman að fylgjast með nýju sumarvörunum koma í búðirnar. Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Árið 2013 er spennandi í tískuheiminum og gefur herratískan dömutískunni ekkert eftir. Pönkið sem hefur verið vinsælt síðustu misseri víkur fyrir einfaldari flíkum, klassískum peysum, sterkum litum og fatnaði í fínni kantinum. Lífið fékk Helga Ómarsson, ljósmyndara, bloggara og tískuspekúlant til að segja okkur frá heitustu herratrendum sumarsins.Neonlitir: Neonlitirnir hafa ekki verið áberandi síðustu ár en eru núna að koma ótrúlega sterkir inn. Á sýningarpöllunum sáum við mikið af jakkafötum, útiflíkum, peysum og skyrtum í öllum regnbogans litum. Sterkir og skærir litir verða flottir innan undir einfaldar flíkur, jafnvel peysa í fallegum lit undir jakkaföt. Ég er persónulega ekki viss um að ég treysti mér í þetta trend, en það er þó fallegt fyrir augað. Litir hitta alltaf í mark.Fínn klæðnaður og stuttar buxur: Það var mjög áhugavert að sjá hvert módelið á fætur öðru ganga niður sýningarpallana í stuttbuxum, en það trend mun tröllríða öllu í sumar. Hvort sem þær eru við jakkaföt eða fínar og litríkar stuttbuxur eins og við erum vön. Ég fíla þetta trend í botn!Skaterboy tískan: Bomberjakkar, derhúfur og skyrtur eiga eftir að vera mjög áberandi í sumar. Flíkur með hermanna - og dýramynstri hafa verið að koma sterkt inn síðustu mánuði og verða mjög sýnilegar í sumar. Merki eins og Samsøe Samsøe, ACNE, BOY, Rascals og Topman eru ofarlega í þessum stíl og er gaman að fylgjast með nýju sumarvörunum koma í búðirnar.
Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira