„Eins og að horfa á laminn selskóp“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. febrúar 2013 11:39 Lögreglumaðurinn Hilton Botha fer fyrir rannsókn málsins. Mynd/AP Verjandinn Barry Roux er sagður hafa hakkað lögreglumanninn Hilton Botha í sig í dómssalnum í Pretoria, Suður-Afríku, þar sem fram fara réttarhöld um það hvort spretthlauparinn Oscar Pistorius verði látinn laus gegn tryggingagjaldi. Pistorius skaut kærustu sína, Reevu Steencamp, til bana að morgni 14. febrúar og er hann grunaður um morð af yfirlögðu ráði. Sjálfur segir Pistorius að hann hafi talið að Steencamp væri innbrotsþjófur, en hún var skotin í gegn um baðherbergishurð. Roux gagnrýnir Botha og segir ógerlegt að greina raddir í 600 metra fjarlægð, en vitni segist hafa heyrt hávaðarifrildi frá heimili Pistoriusar skömmu fyrir skothvellina. Botha staðfestir að vitnið hafi ekki borið sérstaklega kennsl á raddir þeirra Pistoriusar og Steencamp. Þegar Botha játaði þessu upphófst mikill kliður í dómssalnum. Verjendur spretthlauparans segja meinta stera sem fundust á heimili íþróttamannsins vera lögleg náttúrulyf. Einnig bendir Roux á að þvagblaðra Steencamp hafi verið tóm og það styðji framburð Pistoriusar um að hún hafi farið á baðherbergið um nóttina.Verjandinn Barry Roux er harður í horn að taka.Mynd/GettyEkkert stangast á við framburðinn Þá reyndi Roux að draga úr trúverðugleika rannsóknarinnar og spurði Botha hvers vegna lögreglan hefði ekki gengið úr skugga um einföldustu hluti, eins og að athuga hvort Pistorius hefði hringt á sjúkrahús. Að lokum fékk Roux lögreglumanninn til að viðurkenna að engin sönnunargögn hefðu fundist í íbúð Pistoriusar sem stönguðust á við framburð hans. Hafði fréttamaður eNews Channel Africa á staðnum orð á því að yfirheyrslan yfir Botha væri „eins og að horfa á laminn selskóp". Stutt hlé var gert á gæsluvarðhaldsréttarhöldunum nú fyrir stuttu, en þau halda áfram innan skamms.Uppfært kl. 12:53Hlé verður gert á gæsluvarðhaldréttarhöldum til morguns. Pistorius virtist í meira jafnvægi í hádeginu en áður.Verjandinn hélt áfram að yfirheyra Botha og hlátrasköll heyrðust þegar lögreglumaðurinn sagði hættu á að Pistorius flýði land ef hann yrði látinn laus gegn tryggingu.Botha viðurkenndi einnig að hafa gengið um á vettvangi án skóhlífa. Slíkt er með öllu bannað og Botha viðurkenndi að það hefðu verið mistök. Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius ákærður fyrir morð Suðurafríski hlaupakappinn Oscar Pistorius var handtekinn í fyrrinótt og síðar ákærður fyrir að hafa orðið kærustu sinni að bana. 15. febrúar 2013 06:00 BBC baðst afsökunar á að hafa spilað Jimi Hendrix lag Fréttastofa BBC hefur beðist afsökunar á að hafa spilað lag með tónlistarmanninum Jimi Hendrix að lokinni útvarpsfrétt þar sem fjallað var um réttarhöldin yfir Oscar Pistorius. 19. febrúar 2013 15:12 Sá Pistorius bera blóðugan líkamann niður tröppurnar Segir vitnið að Pistorius hafi verið í miklu uppnámi og að þau hafi saman reynt að stöðva blæðinguna úr líkama hennar en án árangurs. 18. febrúar 2013 06:00 Minningarmyndband um kærustu Oscar Pistorius Reevu Steenkamp, kærustu Oscar Pistorius sem lét lífið af völdum skotsára á föstudag, var minnst í mínútulöngu myndbandi í upphafi raunveruleikaþáttar í Suður-Afríku á laugardagskvöld. 18. febrúar 2013 15:22 Sterar á heimili Pistorius Sterar fundust á heimili spretthlauparans Oscar Pistorius, sem grunaður er um morð á kærustu sinni, Reeva Steenkamp. 18. febrúar 2013 10:17 Hávaðarifrildi og öskur heyrðust frá íbúðinni Mál suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius heldur áfram, en í dag halda réttarhöldin um hvort sleppa eigi honum lausum gegn tryggingagjaldi áfram. 20. febrúar 2013 10:27 Setti á sig gervifæturna til að skjóta Steenkamp Saksóknarar í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius segja morðið á Reeva Steenkamp, kærustu Pistorius, hafa verið skipulagt. 19. febrúar 2013 09:20 Annar dagur réttarhaldsins yfir Pistorius í dag Annar dagur réttarhaldsins um hvort sleppa eigi suður-afríska spretthlauparanum Oscar Pistorius lausum gegn tryggingu hefst nú á eftir. 20. febrúar 2013 06:34 Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Verjandinn Barry Roux er sagður hafa hakkað lögreglumanninn Hilton Botha í sig í dómssalnum í Pretoria, Suður-Afríku, þar sem fram fara réttarhöld um það hvort spretthlauparinn Oscar Pistorius verði látinn laus gegn tryggingagjaldi. Pistorius skaut kærustu sína, Reevu Steencamp, til bana að morgni 14. febrúar og er hann grunaður um morð af yfirlögðu ráði. Sjálfur segir Pistorius að hann hafi talið að Steencamp væri innbrotsþjófur, en hún var skotin í gegn um baðherbergishurð. Roux gagnrýnir Botha og segir ógerlegt að greina raddir í 600 metra fjarlægð, en vitni segist hafa heyrt hávaðarifrildi frá heimili Pistoriusar skömmu fyrir skothvellina. Botha staðfestir að vitnið hafi ekki borið sérstaklega kennsl á raddir þeirra Pistoriusar og Steencamp. Þegar Botha játaði þessu upphófst mikill kliður í dómssalnum. Verjendur spretthlauparans segja meinta stera sem fundust á heimili íþróttamannsins vera lögleg náttúrulyf. Einnig bendir Roux á að þvagblaðra Steencamp hafi verið tóm og það styðji framburð Pistoriusar um að hún hafi farið á baðherbergið um nóttina.Verjandinn Barry Roux er harður í horn að taka.Mynd/GettyEkkert stangast á við framburðinn Þá reyndi Roux að draga úr trúverðugleika rannsóknarinnar og spurði Botha hvers vegna lögreglan hefði ekki gengið úr skugga um einföldustu hluti, eins og að athuga hvort Pistorius hefði hringt á sjúkrahús. Að lokum fékk Roux lögreglumanninn til að viðurkenna að engin sönnunargögn hefðu fundist í íbúð Pistoriusar sem stönguðust á við framburð hans. Hafði fréttamaður eNews Channel Africa á staðnum orð á því að yfirheyrslan yfir Botha væri „eins og að horfa á laminn selskóp". Stutt hlé var gert á gæsluvarðhaldsréttarhöldunum nú fyrir stuttu, en þau halda áfram innan skamms.Uppfært kl. 12:53Hlé verður gert á gæsluvarðhaldréttarhöldum til morguns. Pistorius virtist í meira jafnvægi í hádeginu en áður.Verjandinn hélt áfram að yfirheyra Botha og hlátrasköll heyrðust þegar lögreglumaðurinn sagði hættu á að Pistorius flýði land ef hann yrði látinn laus gegn tryggingu.Botha viðurkenndi einnig að hafa gengið um á vettvangi án skóhlífa. Slíkt er með öllu bannað og Botha viðurkenndi að það hefðu verið mistök.
Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius ákærður fyrir morð Suðurafríski hlaupakappinn Oscar Pistorius var handtekinn í fyrrinótt og síðar ákærður fyrir að hafa orðið kærustu sinni að bana. 15. febrúar 2013 06:00 BBC baðst afsökunar á að hafa spilað Jimi Hendrix lag Fréttastofa BBC hefur beðist afsökunar á að hafa spilað lag með tónlistarmanninum Jimi Hendrix að lokinni útvarpsfrétt þar sem fjallað var um réttarhöldin yfir Oscar Pistorius. 19. febrúar 2013 15:12 Sá Pistorius bera blóðugan líkamann niður tröppurnar Segir vitnið að Pistorius hafi verið í miklu uppnámi og að þau hafi saman reynt að stöðva blæðinguna úr líkama hennar en án árangurs. 18. febrúar 2013 06:00 Minningarmyndband um kærustu Oscar Pistorius Reevu Steenkamp, kærustu Oscar Pistorius sem lét lífið af völdum skotsára á föstudag, var minnst í mínútulöngu myndbandi í upphafi raunveruleikaþáttar í Suður-Afríku á laugardagskvöld. 18. febrúar 2013 15:22 Sterar á heimili Pistorius Sterar fundust á heimili spretthlauparans Oscar Pistorius, sem grunaður er um morð á kærustu sinni, Reeva Steenkamp. 18. febrúar 2013 10:17 Hávaðarifrildi og öskur heyrðust frá íbúðinni Mál suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius heldur áfram, en í dag halda réttarhöldin um hvort sleppa eigi honum lausum gegn tryggingagjaldi áfram. 20. febrúar 2013 10:27 Setti á sig gervifæturna til að skjóta Steenkamp Saksóknarar í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius segja morðið á Reeva Steenkamp, kærustu Pistorius, hafa verið skipulagt. 19. febrúar 2013 09:20 Annar dagur réttarhaldsins yfir Pistorius í dag Annar dagur réttarhaldsins um hvort sleppa eigi suður-afríska spretthlauparanum Oscar Pistorius lausum gegn tryggingu hefst nú á eftir. 20. febrúar 2013 06:34 Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Pistorius ákærður fyrir morð Suðurafríski hlaupakappinn Oscar Pistorius var handtekinn í fyrrinótt og síðar ákærður fyrir að hafa orðið kærustu sinni að bana. 15. febrúar 2013 06:00
BBC baðst afsökunar á að hafa spilað Jimi Hendrix lag Fréttastofa BBC hefur beðist afsökunar á að hafa spilað lag með tónlistarmanninum Jimi Hendrix að lokinni útvarpsfrétt þar sem fjallað var um réttarhöldin yfir Oscar Pistorius. 19. febrúar 2013 15:12
Sá Pistorius bera blóðugan líkamann niður tröppurnar Segir vitnið að Pistorius hafi verið í miklu uppnámi og að þau hafi saman reynt að stöðva blæðinguna úr líkama hennar en án árangurs. 18. febrúar 2013 06:00
Minningarmyndband um kærustu Oscar Pistorius Reevu Steenkamp, kærustu Oscar Pistorius sem lét lífið af völdum skotsára á föstudag, var minnst í mínútulöngu myndbandi í upphafi raunveruleikaþáttar í Suður-Afríku á laugardagskvöld. 18. febrúar 2013 15:22
Sterar á heimili Pistorius Sterar fundust á heimili spretthlauparans Oscar Pistorius, sem grunaður er um morð á kærustu sinni, Reeva Steenkamp. 18. febrúar 2013 10:17
Hávaðarifrildi og öskur heyrðust frá íbúðinni Mál suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius heldur áfram, en í dag halda réttarhöldin um hvort sleppa eigi honum lausum gegn tryggingagjaldi áfram. 20. febrúar 2013 10:27
Setti á sig gervifæturna til að skjóta Steenkamp Saksóknarar í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius segja morðið á Reeva Steenkamp, kærustu Pistorius, hafa verið skipulagt. 19. febrúar 2013 09:20
Annar dagur réttarhaldsins yfir Pistorius í dag Annar dagur réttarhaldsins um hvort sleppa eigi suður-afríska spretthlauparanum Oscar Pistorius lausum gegn tryggingu hefst nú á eftir. 20. febrúar 2013 06:34
Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14