Tíska og hönnun

Glans og metaláferðir hjá Balmain

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Balmain sýndi haust – og vetrarlínu sína í París í gær. Olivier Rousteing, yfirhönnuður tískuhússins, er þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir og var sýningin í gær engin undantekning þar á. Glans og metaláferðir voru brennipunktar línunnar, en Rousteing blandaði saman gylltum, silfruðum, skærbleikum og grænum litum. Áhrif frá níunda áratugnum voru mjög áberandi þar sem mikil áhersla var á hátt mitti og breiðar axlir og á tíðum engu líkara en að goðsögnin MC Hammer væri mættur á sýningarpallana í nútímabúning. Línan var yfir höfuð mjög vel heppnuð og svo sannarlega falleg fyrir augað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.