Vandræði McLaren enn til staðar í Malasíu Birgir Þór Harðarson skrifar 19. mars 2013 16:45 Button hefur ekki nógu góð tæki í höndunum til þess að geta barist um sigra í fyrstu mótum ársins. Jenson Button, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir liðið verða áfram í vandræðum í Malasíu um næstu helgi. McLaren-liðið þurfti að sætta sig við aðeins tvö stig í ástralska kappakstrinum sem það fékk fyrir níunda sæti Buttons. Vegna þess hve lítill tími líður á milli fyrstu mótanna verður ekki hægt að leysa vandamálin sem steðja að McLaren, segir Button. Hann vonar samt sem áður að breytileg veðurspá fyrir kappaksturinn í Malasíu muni gefa liðinu færi á betri árangri. „Við getum ekki búist við neinum uppfærslum eða framförum um næstu helgi," sagði Button. „En það er alltaf þannig með Malasíu að það er erfitt að spá fyrir um hvað muni gerast þar." Kappaksturinn fer af stað síðdegis í Malasíu en klukkan átta um morgun hér á Íslandi. Það hefur undanfarin ár gefið meiri hættu á síðdegisskúrum sem hrist hafa upp í röðinni. „Veðrið hefur gert kappaksturinn að lotteríi fyrir alla." „Það er eitthvað sem við gætum nýtt okkur. Ég hef gaman að því að aka í breytilegum aðstæðum og mundi elska að geta keppt um sigur í bíl sem við vitum að hefur ekki burði til þess ennþá," sagði Button. Hann hefur sýnt það á undanförnum árum að hann er frábær við breytilegar veðuraðstæður. Liðsfélagi Buttons, Mexíkóinn Sergio Perez, er enn handviss um að liðið muni redda málunum. „Síðasta helgi var erfið fyrir alla í liðinu. Vandamálin sem birtust þar sýndu okkur hins vegar nákvæmlega við hvað við eigum að etja," sagði Perez. Hann lauk ástralska kappakstrinum aðeins ellefti. Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Jenson Button, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir liðið verða áfram í vandræðum í Malasíu um næstu helgi. McLaren-liðið þurfti að sætta sig við aðeins tvö stig í ástralska kappakstrinum sem það fékk fyrir níunda sæti Buttons. Vegna þess hve lítill tími líður á milli fyrstu mótanna verður ekki hægt að leysa vandamálin sem steðja að McLaren, segir Button. Hann vonar samt sem áður að breytileg veðurspá fyrir kappaksturinn í Malasíu muni gefa liðinu færi á betri árangri. „Við getum ekki búist við neinum uppfærslum eða framförum um næstu helgi," sagði Button. „En það er alltaf þannig með Malasíu að það er erfitt að spá fyrir um hvað muni gerast þar." Kappaksturinn fer af stað síðdegis í Malasíu en klukkan átta um morgun hér á Íslandi. Það hefur undanfarin ár gefið meiri hættu á síðdegisskúrum sem hrist hafa upp í röðinni. „Veðrið hefur gert kappaksturinn að lotteríi fyrir alla." „Það er eitthvað sem við gætum nýtt okkur. Ég hef gaman að því að aka í breytilegum aðstæðum og mundi elska að geta keppt um sigur í bíl sem við vitum að hefur ekki burði til þess ennþá," sagði Button. Hann hefur sýnt það á undanförnum árum að hann er frábær við breytilegar veðuraðstæður. Liðsfélagi Buttons, Mexíkóinn Sergio Perez, er enn handviss um að liðið muni redda málunum. „Síðasta helgi var erfið fyrir alla í liðinu. Vandamálin sem birtust þar sýndu okkur hins vegar nákvæmlega við hvað við eigum að etja," sagði Perez. Hann lauk ástralska kappakstrinum aðeins ellefti.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira