Reykjavík Fashion Festival fór fram í Hörpu í dag. Þetta er í þriðja sinn sem tískuhátíðin er haldin og þótti hún takast einstakega vel í ár. Fjöldi virtra blaðamanna, bloggara og stílista í tískuheiminum voru viðstaddir sýningarnar sem voru hver annari glæsilegri. Þeirra á meðal voru Beatrice Luise Graf, tískuritstjóri þýska Vogue, Hermine Coyet Ohlén, ristjóri sænska ELLE, Signy Fardal, ritstjóri norska ELLE og hinn heimsfrægi tískuljósmyndari Roxanne Lowit, en hún hélt einnig sýningu á verkum sínum í Eldborgarsalnum í dag.
Reykjavík Fashion Festival setti skemmtilegan brag á bæði tónlistarhúsið Hörpu og miðbæ Reykjavíkur í dag, enda allar helstu tískudrósir landsins samankomnar. Gleðin heldur svo áfram í kvöld, þar sem hönnuðir, aðstandendur, fyrirsætur og blaðamenn hafa heilmikið til að halda upp á.
Myndir frá sýningunum er hægt nú þegar hægt að skoða á tískusíðunni Nowfashion.com
