Tíska og hönnun

Hannar peysur út frá peysufatapeysunni

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Erna Óðinsdóttir, klæðskerameistari, rekur hönnunarfyrirtækið Kurlproject. Hún leggur áherslu á notkun íslensku ullarinnar og vandaða og klæðilega sníðagerð í hönnun sinni. Á HönnunarMars kynnir hún peysur unnar út frá peysufatapeysunni.

Vörumerkið Kurlproject var stofnað árið 2008 og vísar í starfsgrein Ernu, klæðaskurðinn, þar sem áherslan er á fagmannlegt verklag við sniðagerð og vinnslu fatnaðarins. Erna hefur unnið mjög mikið með íslensku ullina og aðaláhersla fyrirtækisins er á þeirri framleiðslu, en einnig notast hún við önnur náttúruleg hráefni eins og silki, bómull og hör.

Erna segir íslenska búningahefð hafa verið henni afar hugleikin og nú á HönnunarMars kynnir hún til sögunnar nýja ullarpeysu- eða jakka, sem vísar að nokkru leyti í íslensku peysufatapeysuna. Tvær útgáfur eru sýndar af flíkinni, bæði stutt og síð. Peysurnar eru fáanlegar í versluninni Kraum, Aðalstræti 10 og hjá Kurlproject Iceland á Flúðum.

Nánari upplýsingar má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.