Undirbúningur fyrir tískuhátíðina Reykjavík Fashion Festival er nú í fullum gangi, en hátíðin fer fram laugardaginn 16.mars næstkomandi í Hörpu. Um helgina hittust hönnuðir, stílistar, fyrirsætur, hárgreiðslu - og förðunarfólk og stilltu saman strengi sína. Hér sjáum við nokkrar skemmtilegar myndir sem ljósmyndarinn Ingimar Flóvent tók við það tilefni.
Þeir hönnuðir sem taka þátt í ár eru Andersen & Lauth, Ella, Farmers Market, Huginn Muninn, Jör by Guðmundur Jörundsson, Mundi 66° North og Rey.