Magnús vildi taka sjálfur við ákærunni í Lúxemborg Karen Kjartansdóttir skrifar 22. mars 2013 18:30 Sérstakur saksóknari hefur lokið við að birta öllum sakborningum sem ákærðir eru vegna starfa sinna fyrir Landsbankann og Kaupþing ákæru. Síðasta ákæran var birt í morgun með aðstoð lögregluyfirvalda í Lúxemborg. Fimmtán hafa verið ákærðir af embætti Sérstaks saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun með hlutabréf Landsbankans og Kaupþings í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Upphæðirnar sem um er að ræða nema tugum milljarða króna. Níu starfsmenn Kaupþings eru ákærðir, flestum þeirra voru birtar ákærur á mánudag en sex starfsmönnum gamla Landsbankans voru birtar ákærur á þriðjudag en embætti Séstaks saksóknara bárust fyrirköll frá héraðsdómi sömu daga. Einum starfsmanna Kaupþings var þó ekki hægt að birta ákæru strax en það var Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg og síðar Banque Havilland. Samkvæmt heimildum fréttastofu neitaði Magnús að veita lögmanni sínum hér á landi umboð til að taka við ákærunni. Sérstakur saksóknari mun því hafa þurft að hafa samband við lögregluyfirvöld í Lúxemborg sem brugðust við í morgun og birtu Magnúsi ákæruna. Að minnsta kosti þrír aðrir sakborningar eru búsettir erlendis og veittu þeir lögmönnum sínum umboð til að taka við ákæru Sérstaks saksóknara. Karl Axelsson, lögmaður Magnúsar, segir eðlilegt að mönnum sé birt ákæran í eigin persónu þannig séu reglur laga og telur hann ekkert óeðlilegt við að hafa ekki fengið umboð fyrir hönd skjólstæðings síns til að taka við ákærunni. Auk Magnúsar eru helstu stjórnendur Kaupþings ákærðir, en það eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, og Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Þeir Magnús, Hreiðar Már og Sigurður eru einnig ákærðir í öðru stóru markaðsmisnotkunar og umboðssvikamáli, svokölluðu al-Thani máli, en aðalmeðferð í því máli fer fram seinni hlutann í aprílmánuði. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur lokið við að birta öllum sakborningum sem ákærðir eru vegna starfa sinna fyrir Landsbankann og Kaupþing ákæru. Síðasta ákæran var birt í morgun með aðstoð lögregluyfirvalda í Lúxemborg. Fimmtán hafa verið ákærðir af embætti Sérstaks saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun með hlutabréf Landsbankans og Kaupþings í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Upphæðirnar sem um er að ræða nema tugum milljarða króna. Níu starfsmenn Kaupþings eru ákærðir, flestum þeirra voru birtar ákærur á mánudag en sex starfsmönnum gamla Landsbankans voru birtar ákærur á þriðjudag en embætti Séstaks saksóknara bárust fyrirköll frá héraðsdómi sömu daga. Einum starfsmanna Kaupþings var þó ekki hægt að birta ákæru strax en það var Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg og síðar Banque Havilland. Samkvæmt heimildum fréttastofu neitaði Magnús að veita lögmanni sínum hér á landi umboð til að taka við ákærunni. Sérstakur saksóknari mun því hafa þurft að hafa samband við lögregluyfirvöld í Lúxemborg sem brugðust við í morgun og birtu Magnúsi ákæruna. Að minnsta kosti þrír aðrir sakborningar eru búsettir erlendis og veittu þeir lögmönnum sínum umboð til að taka við ákæru Sérstaks saksóknara. Karl Axelsson, lögmaður Magnúsar, segir eðlilegt að mönnum sé birt ákæran í eigin persónu þannig séu reglur laga og telur hann ekkert óeðlilegt við að hafa ekki fengið umboð fyrir hönd skjólstæðings síns til að taka við ákærunni. Auk Magnúsar eru helstu stjórnendur Kaupþings ákærðir, en það eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, og Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Þeir Magnús, Hreiðar Már og Sigurður eru einnig ákærðir í öðru stóru markaðsmisnotkunar og umboðssvikamáli, svokölluðu al-Thani máli, en aðalmeðferð í því máli fer fram seinni hlutann í aprílmánuði.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira