Rosberg vill rigningu í Malasíu Birgir Þór Harðarson skrifar 20. mars 2013 16:00 Rosberg var ógeðslega fljótur í rigningunni í Ástralíu. Hann telur sig geta endurtekið leikinn ef það rignir í Malasíu. Mercedes-ökuþórinn Nico Rosberg segist vilja fá rigningu í næsta kappakstri í Malasíu um komandi helgi. Allt lítur út fyrir að hann fái ósk sína uppfyllta því spáð er skúrum alla þrjá dagana sem Formúla 1 stoppar þar. Rosberg var langfljótastur þegar brautin í Melbourne í Ástralíu var blaut. Hann setti besta tímann í fyrstu lotu tímatökunnar sem haldin var í rigningunni áður en næstu tveimur lotunum var frestað vegna aðstæðna. Red Bull-bílarnir fengu þá tækifæri til þess að setja bestu tíma sem þeir gerðu. Íslandsvinurinn Rosberg er því vongóður um að ná sínum fyrstu stigum á árinu í Malasíu. „Það er miklu heitara í Malasíu heldur en í Ástralíu svo keppnin verður gott próf fyrir bílinn og tækifæri fyrir okkur til að sjá hvernig hann hegðar sér í annars konar aðstæðum," sagði Rosberg sem stóð á verðlaunapalli eftir kappaksturinn á Sepang-brautinni árið 2010. „Það rignir oft kröftuglega í Malasíu og eftir því sem ég veit best er Mercedes-bíllinn góður í bleytunni," hélt Rosberg áfram.Rosberg og Hamilton gáfu eiginhandaráritanir í Malasíu í dag. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mercedes-ökuþórinn Nico Rosberg segist vilja fá rigningu í næsta kappakstri í Malasíu um komandi helgi. Allt lítur út fyrir að hann fái ósk sína uppfyllta því spáð er skúrum alla þrjá dagana sem Formúla 1 stoppar þar. Rosberg var langfljótastur þegar brautin í Melbourne í Ástralíu var blaut. Hann setti besta tímann í fyrstu lotu tímatökunnar sem haldin var í rigningunni áður en næstu tveimur lotunum var frestað vegna aðstæðna. Red Bull-bílarnir fengu þá tækifæri til þess að setja bestu tíma sem þeir gerðu. Íslandsvinurinn Rosberg er því vongóður um að ná sínum fyrstu stigum á árinu í Malasíu. „Það er miklu heitara í Malasíu heldur en í Ástralíu svo keppnin verður gott próf fyrir bílinn og tækifæri fyrir okkur til að sjá hvernig hann hegðar sér í annars konar aðstæðum," sagði Rosberg sem stóð á verðlaunapalli eftir kappaksturinn á Sepang-brautinni árið 2010. „Það rignir oft kröftuglega í Malasíu og eftir því sem ég veit best er Mercedes-bíllinn góður í bleytunni," hélt Rosberg áfram.Rosberg og Hamilton gáfu eiginhandaráritanir í Malasíu í dag.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira