Poppprinsinn Justin Bieber frumsýndi nýja hárgreiðslu á Twitter fyrir stuttu. Síðast þegar hann gerði það tapaði hann áttatíu þúsund áhangendum þannig að það verður spennandi að sjá hvað gerist í þetta sinn.
Justin er aðeins búinn að raka af hárinu sínu og kominn með ansi myndarlegan topp – svipaðan og þann sem hann bauð uppá í byrjun ferilsins.
Nýtt lúkk.Það stóð ekki á viðbrögðum hjá aðdáendum stráksins á Twitter og eru ekki allir á eitt sáttir með þessa breytingu.
Í byrjun ferilsins."Hvað í andskotanum er Justin Bieber búinn að gera við hárið á sér? Ég er ekki skotin í honum lengur," skrifaði einn á meðan annar fagnaði breytingunni.
Justin með apann sinn."Ný klipping, ég get ekki andað, hann er svo fullkominn."