Katrín Jakobs: Átök á erfiðu kjörtímabili 7. apríl 2013 12:17 Katrín Jakobsdóttir formaður VG segist bjartsýn á að flokkurinn eigi eftir að ná vopnum sínum að nýju fram að kosningum. Hún segir erfiðar ákvarðanir á síðasta kjörtímabili og átök innan flokksins skýra fylgistap flokksins. Katrín var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar fór hún yfir helstu stefnumál flokksins fyrir komandi kosningar en flokkurinn talar meðal annars um að verja allt að sextíu milljörðum á næsta kjörtímabili til að efla velferðarkerfið, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Hvað skattkerfið varðar segir Katrín að flokkurinn vilji halda óbreyttu skattkerfi en að eftir því sem líði á kjörtímabilið verði svigrúm til lækkana skoðað, sérstaklega hjá lágum millitekjuhópum. „Við lofum því ekki, en teljum hinsvegar að ef svigrúm skapast viljum við horfa á stöðu þessa hóps og hinsvegar að líta til lítilla fyrirtækja. Við erum ekki að tala um að breyta kerfinu, heldur að viðhalda því, þannig að þeir sem hafa lægri tekjur borgi lægri skatta og þeir sem borgi hærri tekjur borgi hlutfallslega hærri skatta." Fylgi VG hefur hríðfallið í könnunum undanfarið og í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælist flokkurinn með 5,7 prósenta fylgi. „Síðustu kannanir eru ekki mjög beisnar þannig að við horfum á það, að kosningabaráttan er að byrja og við höfum vonandi tækifæri til þess að bæta aðeins í," segir Katrín. En hvað veldur þessu? „Í fyrsta lagi eru síðustu kannanir fylgi flokka er á mikilli hreyfingu, svolítið í eina átt. Við erum ekki eini flokkurinn sem á við fylgistap að stríða þessa dagana, kannski að einhverju leyti hluti af , almennum „tendens". Þetta hefur verið erfitt kjörtímabil; við höfum misst þingmenn, það hafa verið átök og við höfum staðið í óvinsælum aðgerðum þannig að allt spilar þetta saman."Hlusta má á viðtalið við Katrínu í meðfylgjandi hljóðbroti. Kosningar 2013 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður VG segist bjartsýn á að flokkurinn eigi eftir að ná vopnum sínum að nýju fram að kosningum. Hún segir erfiðar ákvarðanir á síðasta kjörtímabili og átök innan flokksins skýra fylgistap flokksins. Katrín var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar fór hún yfir helstu stefnumál flokksins fyrir komandi kosningar en flokkurinn talar meðal annars um að verja allt að sextíu milljörðum á næsta kjörtímabili til að efla velferðarkerfið, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Hvað skattkerfið varðar segir Katrín að flokkurinn vilji halda óbreyttu skattkerfi en að eftir því sem líði á kjörtímabilið verði svigrúm til lækkana skoðað, sérstaklega hjá lágum millitekjuhópum. „Við lofum því ekki, en teljum hinsvegar að ef svigrúm skapast viljum við horfa á stöðu þessa hóps og hinsvegar að líta til lítilla fyrirtækja. Við erum ekki að tala um að breyta kerfinu, heldur að viðhalda því, þannig að þeir sem hafa lægri tekjur borgi lægri skatta og þeir sem borgi hærri tekjur borgi hlutfallslega hærri skatta." Fylgi VG hefur hríðfallið í könnunum undanfarið og í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælist flokkurinn með 5,7 prósenta fylgi. „Síðustu kannanir eru ekki mjög beisnar þannig að við horfum á það, að kosningabaráttan er að byrja og við höfum vonandi tækifæri til þess að bæta aðeins í," segir Katrín. En hvað veldur þessu? „Í fyrsta lagi eru síðustu kannanir fylgi flokka er á mikilli hreyfingu, svolítið í eina átt. Við erum ekki eini flokkurinn sem á við fylgistap að stríða þessa dagana, kannski að einhverju leyti hluti af , almennum „tendens". Þetta hefur verið erfitt kjörtímabil; við höfum misst þingmenn, það hafa verið átök og við höfum staðið í óvinsælum aðgerðum þannig að allt spilar þetta saman."Hlusta má á viðtalið við Katrínu í meðfylgjandi hljóðbroti.
Kosningar 2013 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira