„Djassgeggjarinn getur verið heima hjá sér“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. apríl 2013 16:10 Mynd úr safni. „Þetta eru fimm metrar í hillu,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, um fyrirhugaða rýmingarsölu á vínilplötum hans. „Ég hef aldrei talið þetta, örugglega fullur bás í Kolaportinu en þetta er ekkert stærsta plötusafn á Íslandi.“ Gunnar ætlar að selja megnið af safni sínu í Kolaportinu laugardaginn 27. apríl, en það er dagurinn sem Íslendingar ganga til Alþingiskosninga. „Ég er með þetta uppi í hillu en staðreyndin er sú að þó maður geti teygt sig í þetta þá er auðveldara að spila þetta af netinu. Það er því enginn tilgangur með því að eiga þetta, nema auðvitað tilfinningalegur, sem ég er að reyna að skera á.“ Ekki eru mörg ár síðan Gunnar seldi geisladiskasafnið sitt, og þá hugðist hann skipta alfarið yfir í vínýl. „Já já, þetta gengur fram og til baka. Ég er ekki að segja að ég eigi ekki eftir að koma mér upp öðru vínylsafni einhvern tímann. Ég seldi geisladiskana samt á hárréttum tíma. Ég hefði aldrei getað selt þá í dag, þeir eru bara orðnir verðlausir eins og VHS-spólur.“ Gunnar ætlar þó að halda plötum Bítlanna og hljómsveitarinnar XTC, en hann hefur sérstakt dálæti á þeim. „Það eru hvort eð er ekkert merkilegar útgáfur, en síðan ætla ég líka að halda eftir tveggja metra safni af tónlist frá Eyjaálfu. Það hefur gengið á milli mín og Arnars Eggerts (Thoroddsen, tónlistarblaðamanns á Morgunblaðinu) í mörg ár.“ Gunnar segir að ekki sé mikið um „einhverja rosalega gimsteina“ í safninu sem hann ætlar að selja, en þó sé eitthvað af fágætu íslensku efni. „Þetta er frá ABBA og niður í eitthvað sem byrjar á Z. Auðvitað mikið frá mótunarárum mínum í pönki og nýbylgju. Þetta er allskonar dót en djassgeggjarinn getur verið heima hjá sér. Eða nei nei, hann getur svo sem komið. Ég held það sé ein djassplata hérna.“ Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta eru fimm metrar í hillu,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, um fyrirhugaða rýmingarsölu á vínilplötum hans. „Ég hef aldrei talið þetta, örugglega fullur bás í Kolaportinu en þetta er ekkert stærsta plötusafn á Íslandi.“ Gunnar ætlar að selja megnið af safni sínu í Kolaportinu laugardaginn 27. apríl, en það er dagurinn sem Íslendingar ganga til Alþingiskosninga. „Ég er með þetta uppi í hillu en staðreyndin er sú að þó maður geti teygt sig í þetta þá er auðveldara að spila þetta af netinu. Það er því enginn tilgangur með því að eiga þetta, nema auðvitað tilfinningalegur, sem ég er að reyna að skera á.“ Ekki eru mörg ár síðan Gunnar seldi geisladiskasafnið sitt, og þá hugðist hann skipta alfarið yfir í vínýl. „Já já, þetta gengur fram og til baka. Ég er ekki að segja að ég eigi ekki eftir að koma mér upp öðru vínylsafni einhvern tímann. Ég seldi geisladiskana samt á hárréttum tíma. Ég hefði aldrei getað selt þá í dag, þeir eru bara orðnir verðlausir eins og VHS-spólur.“ Gunnar ætlar þó að halda plötum Bítlanna og hljómsveitarinnar XTC, en hann hefur sérstakt dálæti á þeim. „Það eru hvort eð er ekkert merkilegar útgáfur, en síðan ætla ég líka að halda eftir tveggja metra safni af tónlist frá Eyjaálfu. Það hefur gengið á milli mín og Arnars Eggerts (Thoroddsen, tónlistarblaðamanns á Morgunblaðinu) í mörg ár.“ Gunnar segir að ekki sé mikið um „einhverja rosalega gimsteina“ í safninu sem hann ætlar að selja, en þó sé eitthvað af fágætu íslensku efni. „Þetta er frá ABBA og niður í eitthvað sem byrjar á Z. Auðvitað mikið frá mótunarárum mínum í pönki og nýbylgju. Þetta er allskonar dót en djassgeggjarinn getur verið heima hjá sér. Eða nei nei, hann getur svo sem komið. Ég held það sé ein djassplata hérna.“
Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira