Miklu púðri eytt í tittlingaskít Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. apríl 2013 11:07 Birgitta segir nauðsynlegt að stigið sé varlega til jarðar í aðdraganda kosninganna. „ Lítill fugl hvíslaði að þér að það eigi að skúbba einhverju um mig frá því að ég bjó í Hveragerði þegar ég var 14 ára.“ Þetta skrifaði Birgitta Jónsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Birgitta skrifar um tilraunir sínar með sjóveikispillur, barnaperra sem hún reyndi að fá vikið frá störfum, og að lokum gagnrýnir hún fjölmiðla fyrir fréttaflutning í aðdraganda kosninganna.„Annars þá finnst mér þessar persónulegu árásir í kringum þingkosningarnar með einhverju því alömurlegasta sem ég man eftir. Ég ætla ekki að fara á þetta sama plan og mun ekki eyða einni einustu mínútu í að leita uppi slíka hluti um frambjóðendur annarra framboða.“ Vísir hafði samband við Birgittu og spurði hana nánar út í færsluna. „Það var hringt í mig og ég látin vita að það væri verið að reyna að grafa eitthvað upp um mig sem tengdist Hveragerði, og þetta var það eina sem mér datt í hug að fólk hefði getað grafið upp um mig þar. Ég hef alltaf komið hreint og beint fram með mína fortíð og ég er bara ánægð með hana þar sem hún varð til þess að ég er aðeins skárri manneskja í dag. En auðvitað var þetta háð líka. Þetta er komið út í svo mikla vitleysu.“ Birgitta vísar þar til fréttaflutnings síðustu daga þar sem bakgrunnur frambjóðenda til Alþingis hefur verið skoðaður. Hún segir samanburð við Wikileaks ekki eiga við. „Wikileaks gengur ekki út á að pósta upplýsingum um einstaklinga sem skipta ekki máli heldur að pósta upplýsingum sem eiga erindi til almennings út af almannaheillum, opinberum upplýsingum sem almenningur á að hafa aðgengi að.“ Aðspurð hvort kjósendur eigi ekki rétt á að vita sem mest um þá sem þeir greiða atkvæði segir hún það vera gott í sumum tilfellum. „Mér fannst mjög fínt að vita af þessum mönnum í 14. sæti hjá okkur sem hefðu hugsanlega getað orðið varamenn ef við hefðum fengið 200 þúsund atkvæði. En það voru mikil mistök að tína til mál mannsins hjá Alþýðuhreyfingunni sem missti heimili sitt. Síðan kemur í ljós að hann hafði unnið málið í Hæstarétti. Það á ekki að setja hann í sama hóp og menn sem hafa verið dæmdir fyrir ofbeldisverk.“Finnst kosningabaráttan orðin ljót Birgitta segir það þjóðfélagsmein hversu erfitt það er fyrir fólk sem setið hefur í fangelsi að koma aftur inn í samfélagið. „Það væri athyglisvert að taka það saman hversu há prósenta Íslendinga hafa verið dæmdir. Þeir sem hafa verið dæmdir og hafa tekið út sína refsingu eiga fullan rétt á því að fá að taka þátt í samfélaginu. Hjörleifur, þessi sem er í 14. sæti á mínum lista, ef við værum búin að innleiða þingsályktunina sem ég lagði fram áður en þinginu lauk um að afglæpavæða fíkniefnaneyslu þá væri þessi maður ekki með svona marga dóma á bakinu og væri væntanlega ekki í sömu vandræðum og hann hefur verið í lífinu.“ Birgitta segir nauðsynlegt að stigið sé varlega til jarðar í aðdraganda kosninganna. „Mér finnst þessi kosningabarátta núna orðin pínu ljót. Það er miklu púðri eytt í það sem ég kalla tittlingaskít, fyrir utan þetta mál með hann Inga sem var hjá okkur. Þá er ég bara að tala almennt, ég upplifi okkur ekki sem eitthvað fórnarlamb í þessu máli. Við höfum alveg bein í nefinu til að taka því þó menn dragi upp sjö ára gamlar bloggfærslur. Almennt séð vona ég að við séum ekki að fara út í þannig tegund af kosningabaráttu að hún fari að snúast um smáatriðin á meðan stóru málin eru ekki rædd.“ Kosningar 2013 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
„ Lítill fugl hvíslaði að þér að það eigi að skúbba einhverju um mig frá því að ég bjó í Hveragerði þegar ég var 14 ára.“ Þetta skrifaði Birgitta Jónsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Birgitta skrifar um tilraunir sínar með sjóveikispillur, barnaperra sem hún reyndi að fá vikið frá störfum, og að lokum gagnrýnir hún fjölmiðla fyrir fréttaflutning í aðdraganda kosninganna.„Annars þá finnst mér þessar persónulegu árásir í kringum þingkosningarnar með einhverju því alömurlegasta sem ég man eftir. Ég ætla ekki að fara á þetta sama plan og mun ekki eyða einni einustu mínútu í að leita uppi slíka hluti um frambjóðendur annarra framboða.“ Vísir hafði samband við Birgittu og spurði hana nánar út í færsluna. „Það var hringt í mig og ég látin vita að það væri verið að reyna að grafa eitthvað upp um mig sem tengdist Hveragerði, og þetta var það eina sem mér datt í hug að fólk hefði getað grafið upp um mig þar. Ég hef alltaf komið hreint og beint fram með mína fortíð og ég er bara ánægð með hana þar sem hún varð til þess að ég er aðeins skárri manneskja í dag. En auðvitað var þetta háð líka. Þetta er komið út í svo mikla vitleysu.“ Birgitta vísar þar til fréttaflutnings síðustu daga þar sem bakgrunnur frambjóðenda til Alþingis hefur verið skoðaður. Hún segir samanburð við Wikileaks ekki eiga við. „Wikileaks gengur ekki út á að pósta upplýsingum um einstaklinga sem skipta ekki máli heldur að pósta upplýsingum sem eiga erindi til almennings út af almannaheillum, opinberum upplýsingum sem almenningur á að hafa aðgengi að.“ Aðspurð hvort kjósendur eigi ekki rétt á að vita sem mest um þá sem þeir greiða atkvæði segir hún það vera gott í sumum tilfellum. „Mér fannst mjög fínt að vita af þessum mönnum í 14. sæti hjá okkur sem hefðu hugsanlega getað orðið varamenn ef við hefðum fengið 200 þúsund atkvæði. En það voru mikil mistök að tína til mál mannsins hjá Alþýðuhreyfingunni sem missti heimili sitt. Síðan kemur í ljós að hann hafði unnið málið í Hæstarétti. Það á ekki að setja hann í sama hóp og menn sem hafa verið dæmdir fyrir ofbeldisverk.“Finnst kosningabaráttan orðin ljót Birgitta segir það þjóðfélagsmein hversu erfitt það er fyrir fólk sem setið hefur í fangelsi að koma aftur inn í samfélagið. „Það væri athyglisvert að taka það saman hversu há prósenta Íslendinga hafa verið dæmdir. Þeir sem hafa verið dæmdir og hafa tekið út sína refsingu eiga fullan rétt á því að fá að taka þátt í samfélaginu. Hjörleifur, þessi sem er í 14. sæti á mínum lista, ef við værum búin að innleiða þingsályktunina sem ég lagði fram áður en þinginu lauk um að afglæpavæða fíkniefnaneyslu þá væri þessi maður ekki með svona marga dóma á bakinu og væri væntanlega ekki í sömu vandræðum og hann hefur verið í lífinu.“ Birgitta segir nauðsynlegt að stigið sé varlega til jarðar í aðdraganda kosninganna. „Mér finnst þessi kosningabarátta núna orðin pínu ljót. Það er miklu púðri eytt í það sem ég kalla tittlingaskít, fyrir utan þetta mál með hann Inga sem var hjá okkur. Þá er ég bara að tala almennt, ég upplifi okkur ekki sem eitthvað fórnarlamb í þessu máli. Við höfum alveg bein í nefinu til að taka því þó menn dragi upp sjö ára gamlar bloggfærslur. Almennt séð vona ég að við séum ekki að fara út í þannig tegund af kosningabaráttu að hún fari að snúast um smáatriðin á meðan stóru málin eru ekki rædd.“
Kosningar 2013 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira