Ofurstjarnan Justin Bieber er væntanlegur í heimsókn til frænda vorra Norðmanna í dag. Það ætlaði allt um koll að keyra í gær þegar fréttist að hann væri komin þangað.
Norska lögreglan þurfti að róa æsta aðdáendur með því að tilkynna á Twitter að stjarnan væri ekki væntanleg þangað fyrr en í dag. Þá hafði fjöldi fólks safnast saman fyrir utan Grand Hótel í Osló, höfuðborg Noregs, í von um að berja átrúnaðargoð sitt augum.
Bieber er á ferðalagi um Evrópu þessa dagana en hann hneykslaði marga um helgina þegar hann vanvirti minningu gyðingsins Önnu Frank með gáleysislegu tali.
