Eftirmálar formúlunnar í Kína Birgir Þór Harðarson skrifar 14. apríl 2013 21:29 Alonso kom fyrstur í mark í Kína. nordicphotos/afp Eftirmálar Formúlu 1-kappakstursins í Kína í morgun eru nokkrir enda virtust ökumenn ekki vera með reglurnar á hreinu hvað varðar notkun afturvængsins undir gulum flöggum. Fyrirvarar voru því settir á lokaniðurstöðu kappakstursins í dag enda átti eftir að úrskurða um meint brot margra ökumanna, þar á meðal Sebastian Vettel, Kimi Raikkönen og Jenson Button. Engum verður hins vegar refsað fyrir þessi brot og er það aðallega vegna tæknilegra vandamála hjá FIA. Venjulega getur mótsstjóri fjarstýrt því hvort ökumenn eigi möguleika á að opna afturvænginn en í ár hefur verið bilun í þessum búnaði. Það ætti því að vera ökumanna og liðanna að fylgja reglunum en þeim hefur verið sýndur skilningur í þessu máli. Hins vegar var tveimur ökumönnum refsað fyrir að hafa valdið hættu í brautinni í Kína. Fyrst ber að nefna unga Mexíkóan Esteban Gutierrez sem misreiknaði bremsuvegalengd sína og ók aftan á Adrian Sutil með þeim afleiðingum að báðir urðu að hætta keppni. Verður hann færður aftur um fimm sæti á ráslínunni í Barein eftir viku. Mark Webber hefur einnig hlotið refsingu en hann var sendur út af viðgerðarsvæðinu eftir þjónustuhlé með laust hægra afturhjól sem, eftir að hann hafði ekið nánast heilan hring, skoppaði af og í veg fyrr ökumenn. Webber verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínunni í Barein. Kappaksturinn í Barein fer fram eftir viku. Formúla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Eftirmálar Formúlu 1-kappakstursins í Kína í morgun eru nokkrir enda virtust ökumenn ekki vera með reglurnar á hreinu hvað varðar notkun afturvængsins undir gulum flöggum. Fyrirvarar voru því settir á lokaniðurstöðu kappakstursins í dag enda átti eftir að úrskurða um meint brot margra ökumanna, þar á meðal Sebastian Vettel, Kimi Raikkönen og Jenson Button. Engum verður hins vegar refsað fyrir þessi brot og er það aðallega vegna tæknilegra vandamála hjá FIA. Venjulega getur mótsstjóri fjarstýrt því hvort ökumenn eigi möguleika á að opna afturvænginn en í ár hefur verið bilun í þessum búnaði. Það ætti því að vera ökumanna og liðanna að fylgja reglunum en þeim hefur verið sýndur skilningur í þessu máli. Hins vegar var tveimur ökumönnum refsað fyrir að hafa valdið hættu í brautinni í Kína. Fyrst ber að nefna unga Mexíkóan Esteban Gutierrez sem misreiknaði bremsuvegalengd sína og ók aftan á Adrian Sutil með þeim afleiðingum að báðir urðu að hætta keppni. Verður hann færður aftur um fimm sæti á ráslínunni í Barein eftir viku. Mark Webber hefur einnig hlotið refsingu en hann var sendur út af viðgerðarsvæðinu eftir þjónustuhlé með laust hægra afturhjól sem, eftir að hann hafði ekið nánast heilan hring, skoppaði af og í veg fyrr ökumenn. Webber verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínunni í Barein. Kappaksturinn í Barein fer fram eftir viku.
Formúla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira