Massa fljótastur á æfingum í Kína Birgir Þór Harðarson skrifar 12. apríl 2013 14:25 Massa var fljótastur og lítur út fyrir að vera sterkur fyrir kappaksturinn á sunnudaginn. Felipe Massa á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni fyrir kínverska kappaksturinn sem fram fór í morgun. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Fernando Alonso, varð þriðji en Kimi Raikkönen skildi þá að í öðru sæti. Kappaksturinn fer fram í Sjanghæ í Kína á sunnudagsmorguninn. Enn er skrifað um rifrildi heimsmeistarans Sebastian Vettel og liðsfélaga hans Mark Webber hjá Red Bull-liðinu, eftir dramatíkina fyrir þremur vikum í Malasíu. Þeir félagar hjá Red Bull náðu ekkert sérstökum árangri á seinni æfingunni: Mark Webber náði fimmta besta tíma og Vettel tíunda. Dekkin hafa verið að hrjá Red Bull-liðið mest toppliðanna ef McLaren er undanskilið. Nico Rosberg á Mercedes vann kappaksturinn í fyrra en hann varð fjórði á seinni æfingunni í dag eftir að hafa verið fljótastur á þeirri fyrri þegar brautin var enn skítug og óekin. Lewis Hamilton, liðsfélagi Rosberg, varð sjöundi á eftir fyrrum liðsfélaga sínum, Jenson Button á McLaren. Það þótti sæta tíðindum að Massa var langfljótastur umhverfis brautina þegar líða tók á æfinguna og liðin fóru að undirbúa sig undir kappaksturinn og safna gögnum fyrir keppnina. Massa verður því að öllum líkindum í baráttu um verðlaunasæti í Kína og getur vel unnið ef Red Bull-menn taka sig ekki saman í andlitinu. Tímatakan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í fyrramálið klukkan 6. Kappaksturinn verður svo ræstur á sunnudagsmorgun klukkan 7 en útsending hefst hálftíma fyrr. Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni fyrir kínverska kappaksturinn sem fram fór í morgun. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Fernando Alonso, varð þriðji en Kimi Raikkönen skildi þá að í öðru sæti. Kappaksturinn fer fram í Sjanghæ í Kína á sunnudagsmorguninn. Enn er skrifað um rifrildi heimsmeistarans Sebastian Vettel og liðsfélaga hans Mark Webber hjá Red Bull-liðinu, eftir dramatíkina fyrir þremur vikum í Malasíu. Þeir félagar hjá Red Bull náðu ekkert sérstökum árangri á seinni æfingunni: Mark Webber náði fimmta besta tíma og Vettel tíunda. Dekkin hafa verið að hrjá Red Bull-liðið mest toppliðanna ef McLaren er undanskilið. Nico Rosberg á Mercedes vann kappaksturinn í fyrra en hann varð fjórði á seinni æfingunni í dag eftir að hafa verið fljótastur á þeirri fyrri þegar brautin var enn skítug og óekin. Lewis Hamilton, liðsfélagi Rosberg, varð sjöundi á eftir fyrrum liðsfélaga sínum, Jenson Button á McLaren. Það þótti sæta tíðindum að Massa var langfljótastur umhverfis brautina þegar líða tók á æfinguna og liðin fóru að undirbúa sig undir kappaksturinn og safna gögnum fyrir keppnina. Massa verður því að öllum líkindum í baráttu um verðlaunasæti í Kína og getur vel unnið ef Red Bull-menn taka sig ekki saman í andlitinu. Tímatakan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í fyrramálið klukkan 6. Kappaksturinn verður svo ræstur á sunnudagsmorgun klukkan 7 en útsending hefst hálftíma fyrr.
Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira