Myndlistarnemar sýna í Hnitbjörgum Sigríður Björg Tómasdóttir skrifar 26. apríl 2013 15:00 Katla Rós Völudóttir við undirbúning sýningarinnar. Mynd/Daníel Meistaranemar í myndlist opna samsýninguna Samþættingu í Listasafni Einars Jónssonar á morgun. Þeir eru í fyrsta hópi meistaranema í Listaháskóla Íslands en kennsla á því stigi hófst síðastliðið haust. Mikill áhugi er á náminu. „Sýningin Samþætting er fyrsta samsýning meistaranema í myndlist við Listaháskóla Íslands en nemendurnir hafa sýnt á vormánuðum undir yfirskriftinni Kveikjuþræðir,“ segir Ólafur Sveinn Gíslason sem hefur umsjón með náminu á vormisseri. „Við ákváðum að sýna á Hnitbjörgum, Listasafni Einars Jónssonar, en það var fyrsta listasafn sem var reist á Íslandi, byggt í kringum verk Einars og heimili hans líka. Listamennirnir ganga inn í heim hans með verkum sínum og sýna verk sem eru mörg inngrip inn í rýmið hans, eða einhvers konar núningur við hans list. Einar var barn síns tíma, verk hans bera þess merki að vera gerð á tímum þjóðernishyggju og sem dæmi um verk nemendanna er þjóðsöngsvél.“ Ólafur segir tímamót felast í því að hafin sé kennsla í meistaranámi í myndlist á Íslandi. „Námið hefur lengi verið í bígerð en frestaðist meðal annars vegna hrunsins. En svo hófst það loks síðastliðið haust með námi átta nemenda sem sýna verk sína á þessari sýningu og í hópnum er einn skiptinemi líka. Þetta verður því fámennur og þéttur hópur sem hér verður í námi, 16 til 20 manns þegar allt er talið. Nemendur hafa mikið frelsi, geta sótt námskeið þvert á deildir og tekið hluta námsins erlendis.“ Ólafur segir mikinn áhuga vera á náminu en um þessar mundir er einmitt verið að fara yfir umsóknir fyrir næsta ár. „Það eru mjög margar umsóknir frá erlendum nemendum þannig að áhuginn er bæði innanlands sem utan.“ Sýningin Samþætting verður opnuð á morgun klukkan tvö og stendur til 19. maí. Listasafn Einars Jónssonar er opið um helgar frá tvö til fimm. Listamennirnir sem sýna í Hnitbjörgum eru Bergdís Hörn Guðvarðardóttir, Guðmundur Bragason, Halldór Ragnarsson, Katla Rós Völudóttir, Kristín Helga Káradóttir, Niklas Christian Majland Brun, Pia Antonsen Rognes, Ragnar Már Nikulásson og Rán Jónsdóttir. Menning Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Meistaranemar í myndlist opna samsýninguna Samþættingu í Listasafni Einars Jónssonar á morgun. Þeir eru í fyrsta hópi meistaranema í Listaháskóla Íslands en kennsla á því stigi hófst síðastliðið haust. Mikill áhugi er á náminu. „Sýningin Samþætting er fyrsta samsýning meistaranema í myndlist við Listaháskóla Íslands en nemendurnir hafa sýnt á vormánuðum undir yfirskriftinni Kveikjuþræðir,“ segir Ólafur Sveinn Gíslason sem hefur umsjón með náminu á vormisseri. „Við ákváðum að sýna á Hnitbjörgum, Listasafni Einars Jónssonar, en það var fyrsta listasafn sem var reist á Íslandi, byggt í kringum verk Einars og heimili hans líka. Listamennirnir ganga inn í heim hans með verkum sínum og sýna verk sem eru mörg inngrip inn í rýmið hans, eða einhvers konar núningur við hans list. Einar var barn síns tíma, verk hans bera þess merki að vera gerð á tímum þjóðernishyggju og sem dæmi um verk nemendanna er þjóðsöngsvél.“ Ólafur segir tímamót felast í því að hafin sé kennsla í meistaranámi í myndlist á Íslandi. „Námið hefur lengi verið í bígerð en frestaðist meðal annars vegna hrunsins. En svo hófst það loks síðastliðið haust með námi átta nemenda sem sýna verk sína á þessari sýningu og í hópnum er einn skiptinemi líka. Þetta verður því fámennur og þéttur hópur sem hér verður í námi, 16 til 20 manns þegar allt er talið. Nemendur hafa mikið frelsi, geta sótt námskeið þvert á deildir og tekið hluta námsins erlendis.“ Ólafur segir mikinn áhuga vera á náminu en um þessar mundir er einmitt verið að fara yfir umsóknir fyrir næsta ár. „Það eru mjög margar umsóknir frá erlendum nemendum þannig að áhuginn er bæði innanlands sem utan.“ Sýningin Samþætting verður opnuð á morgun klukkan tvö og stendur til 19. maí. Listasafn Einars Jónssonar er opið um helgar frá tvö til fimm. Listamennirnir sem sýna í Hnitbjörgum eru Bergdís Hörn Guðvarðardóttir, Guðmundur Bragason, Halldór Ragnarsson, Katla Rós Völudóttir, Kristín Helga Káradóttir, Niklas Christian Majland Brun, Pia Antonsen Rognes, Ragnar Már Nikulásson og Rán Jónsdóttir.
Menning Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira