Vettel: Tími Rosbergs óbætanlegur Birgir Þór Harðarson skrifar 20. apríl 2013 19:00 Alonso, Rosberg og Vettel deila efstu þremur sætunum á ráslínunni með sér í Barein. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var ásamt Fernando Alonso talinn líklegastur til að ná ráspól í tímatökum dagsin. Hann segir ráspólstíma Nico Rosbergs hafa verið óbætanlegan og hafa komið á óvart. Vettel mun ræsa í öðru sæti á eftir Rosberg og á undan Alonso í kappakstrinum í hádeginu á morgun. „Ég alls ekki vonsvikinn,“ sagði Vettel á blaðamannafundi eftir tímatökurnar. „Til hamingju Nico! Hann ók ótrúlega góðan hring. Þetta var alltaf að fara að verða hans í dag.“ „Þegar ég kom yfir endalínuna í síðasta skiptið sá ég að ég var ekki fyrstur heldur annar. Ég vissi ekki hversu langt á eftir ég var því hringurinn minn var fínn,“ hélt Vettel áfram. „Þegar mér var svo sagt hversu langt á eftir ég var áttaði ég mig á að hringurin hans Nico hefur verið algerlega frábær. Svo góður að ég gæti ekki leikið hann eftir.“ Vettel segist samt vera ánægður með hvernig tímatakan spilaðist fyrir Red Bull-liðið. „Við náðum að stjórna dekkjunum okkar í gegnum alla tímatökuna. Keppnin á morgun mun svo öll snúast um dekkin og hvernig við förum með þau.“Vettel úðar sig í kaldri gufu til þess að kæla sig niður. Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var ásamt Fernando Alonso talinn líklegastur til að ná ráspól í tímatökum dagsin. Hann segir ráspólstíma Nico Rosbergs hafa verið óbætanlegan og hafa komið á óvart. Vettel mun ræsa í öðru sæti á eftir Rosberg og á undan Alonso í kappakstrinum í hádeginu á morgun. „Ég alls ekki vonsvikinn,“ sagði Vettel á blaðamannafundi eftir tímatökurnar. „Til hamingju Nico! Hann ók ótrúlega góðan hring. Þetta var alltaf að fara að verða hans í dag.“ „Þegar ég kom yfir endalínuna í síðasta skiptið sá ég að ég var ekki fyrstur heldur annar. Ég vissi ekki hversu langt á eftir ég var því hringurinn minn var fínn,“ hélt Vettel áfram. „Þegar mér var svo sagt hversu langt á eftir ég var áttaði ég mig á að hringurin hans Nico hefur verið algerlega frábær. Svo góður að ég gæti ekki leikið hann eftir.“ Vettel segist samt vera ánægður með hvernig tímatakan spilaðist fyrir Red Bull-liðið. „Við náðum að stjórna dekkjunum okkar í gegnum alla tímatökuna. Keppnin á morgun mun svo öll snúast um dekkin og hvernig við förum með þau.“Vettel úðar sig í kaldri gufu til þess að kæla sig niður.
Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira