Gerir ekki kröfu um að verða forsætisráðherra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. maí 2013 12:02 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur sig geta náð samkomulagi við formann Framsóknarflokksins um skuldamál heimilanna og skattalækkanir. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkannna fyrir hádegi en er fundað fyrir utan borgarmörkin. Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni héldu ásamt aðstoðarmönnum sínum út úr borginni í morgun. Ekki verður gefið upp hvar viðræður þeirra fara fram að öðru leyti en því að þeir séu ekki á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni er bjartsýnn á að viðræðurnar muni ganga vel. Hann telur að hægt verði að ná samkomulagi um skuldamál heimilanna svo og skattalækkanir sem var eitt af helstu stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í kosningunum. „Það sem mér finnst skipta mestu varðandi skuldamál heimilanna er að báðir flokkar voru með þetta sem eitt af sínum helstu kosningamálum. Við telfdum fram okkar hugmyndum um það hvernig hægt væri að styðja við heimilin og aðstoða við skuldalækkun. Framsóknarflokkurinn var með sínar hugmyndir. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að við finnum ekki einhverja góða leið til þess að ná þessu sameiginlega markmiði heimilanna. Skattalækkanir eru síðan svona dálítið annað mál, það reyndar tengist ráðstöfunartekjum heimilanna, en líka því að örva fjárfestingu í atvinnulífinu og það er mál sem við leggjum mikla áherslu á og verður hluti af stjórnarsáttmálanum,“ segir Bjarni. En þú telur að þetta geti farið saman þetta tvennt? „Já, þetta er í aðra röndina spurning um tímasetningar og það hvernig við hrindum hlutunum í framkvæmd. En já, já, ég tel vel að þetta geti farið saman enda var þetta hluti af okkar kosningastefnu að bæði taka á skuldavandanum og lækka skatta.“ Gerið þið kröfu um að fá forsætisráðherrastólinn? „Nei, ég ætla ekki að stilla því þannig fram.“ Sigmundur Davíð segir dagskrá viðræðnanna enn ekki liggja fyrir. „Þetta leggst nú bara vel í mig það eru auðvitað mörg og stór mál sem þarf að fara yfir þannig að þetta mun taka einhvern tíma en það er rétt að vera bjartsýnn í upphafi að minnsta kosti,“ segir Sigmundur Davíð. Bæði Sigmundur og Bjarni telja að viðræðurnar geti gengið nokkuð hratt fyrir sig. „Við erum að hefjast handa núna og ég er bjartsýnn á vikan að hún muni reynast okkur drjúg til að ljúka verkinu,“ segir Bjarni að lokum. Kosningar 2013 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur sig geta náð samkomulagi við formann Framsóknarflokksins um skuldamál heimilanna og skattalækkanir. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkannna fyrir hádegi en er fundað fyrir utan borgarmörkin. Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni héldu ásamt aðstoðarmönnum sínum út úr borginni í morgun. Ekki verður gefið upp hvar viðræður þeirra fara fram að öðru leyti en því að þeir séu ekki á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni er bjartsýnn á að viðræðurnar muni ganga vel. Hann telur að hægt verði að ná samkomulagi um skuldamál heimilanna svo og skattalækkanir sem var eitt af helstu stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í kosningunum. „Það sem mér finnst skipta mestu varðandi skuldamál heimilanna er að báðir flokkar voru með þetta sem eitt af sínum helstu kosningamálum. Við telfdum fram okkar hugmyndum um það hvernig hægt væri að styðja við heimilin og aðstoða við skuldalækkun. Framsóknarflokkurinn var með sínar hugmyndir. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að við finnum ekki einhverja góða leið til þess að ná þessu sameiginlega markmiði heimilanna. Skattalækkanir eru síðan svona dálítið annað mál, það reyndar tengist ráðstöfunartekjum heimilanna, en líka því að örva fjárfestingu í atvinnulífinu og það er mál sem við leggjum mikla áherslu á og verður hluti af stjórnarsáttmálanum,“ segir Bjarni. En þú telur að þetta geti farið saman þetta tvennt? „Já, þetta er í aðra röndina spurning um tímasetningar og það hvernig við hrindum hlutunum í framkvæmd. En já, já, ég tel vel að þetta geti farið saman enda var þetta hluti af okkar kosningastefnu að bæði taka á skuldavandanum og lækka skatta.“ Gerið þið kröfu um að fá forsætisráðherrastólinn? „Nei, ég ætla ekki að stilla því þannig fram.“ Sigmundur Davíð segir dagskrá viðræðnanna enn ekki liggja fyrir. „Þetta leggst nú bara vel í mig það eru auðvitað mörg og stór mál sem þarf að fara yfir þannig að þetta mun taka einhvern tíma en það er rétt að vera bjartsýnn í upphafi að minnsta kosti,“ segir Sigmundur Davíð. Bæði Sigmundur og Bjarni telja að viðræðurnar geti gengið nokkuð hratt fyrir sig. „Við erum að hefjast handa núna og ég er bjartsýnn á vikan að hún muni reynast okkur drjúg til að ljúka verkinu,“ segir Bjarni að lokum.
Kosningar 2013 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira