Allt er þegar þrennt er Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. maí 2013 11:35 Bíó, Iron Man 3 Leikstjórn: Shane Black Leikarar: Robert Downey, Jr., Gwyneth Paltrow, Don Cheadle, Guy Pearce, Ben KingsleyÞað var gaman að fylgjast með ruglinu í Robert Downey, Jr. í fyrstu tveimur myndunum um Járnmanninn, en mér fannst alltaf vanta einhvern neista í hasarinn. Bót hefur verið ráðin á þessu í Iron Man 3, en þó ekki á kostnað sprellsins. Tony Stark glímir við svefnleysi og kvíða eftir að hafa bjargað heiminum í The Avengers, þar sem hann flaug út fyrir gufuhvolfið í niðursuðudósinni sinni og bjargaði heiminum. Hann er því ekkert sérlega vel í stakk búinn til að takast á við harðsvíraðasta andstæðing sinn til þessa, Mandarínann. Það er þúsundþjalasmiðurinn Shane Black (handritshöfundur Lethal Weapon) sem leikstýrir þessari þriðju mynd, og handbragð hans leynir sér ekki. Myndin er bæði fyndnari og meira spennandi en forverar hennar, og þrátt fyrir brellusúpuna verður áhorfandinn aldrei dasaður. Auðvitað er velgengni myndaflokksins að stórum hluta aðalleikaranum að þakka, og ég kenni í brjósti um þann sem mun á endanum leysa Downey, Jr. af hólmi. Hann hefur gert Járnmanninn að skemmtilegustu bíóofurhetju samtímans, og líklega hefur hann aldrei verið betri í rullunni en hér. Aðrir leikarar standa sig þó með prýði og sérstaklega er Ben Kingsley glæsilegur í hlutverki Mandarínans. Endakaflinn er eini dragbíturinn, en eins og í langflestum ofurhetjumyndum er hasarinn dreginn fullmikið á langinn á lokasprettinum. Minna er oft meira.Niðurstaða: Besta mynd seríunnar. Gagnrýni Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Bíó, Iron Man 3 Leikstjórn: Shane Black Leikarar: Robert Downey, Jr., Gwyneth Paltrow, Don Cheadle, Guy Pearce, Ben KingsleyÞað var gaman að fylgjast með ruglinu í Robert Downey, Jr. í fyrstu tveimur myndunum um Járnmanninn, en mér fannst alltaf vanta einhvern neista í hasarinn. Bót hefur verið ráðin á þessu í Iron Man 3, en þó ekki á kostnað sprellsins. Tony Stark glímir við svefnleysi og kvíða eftir að hafa bjargað heiminum í The Avengers, þar sem hann flaug út fyrir gufuhvolfið í niðursuðudósinni sinni og bjargaði heiminum. Hann er því ekkert sérlega vel í stakk búinn til að takast á við harðsvíraðasta andstæðing sinn til þessa, Mandarínann. Það er þúsundþjalasmiðurinn Shane Black (handritshöfundur Lethal Weapon) sem leikstýrir þessari þriðju mynd, og handbragð hans leynir sér ekki. Myndin er bæði fyndnari og meira spennandi en forverar hennar, og þrátt fyrir brellusúpuna verður áhorfandinn aldrei dasaður. Auðvitað er velgengni myndaflokksins að stórum hluta aðalleikaranum að þakka, og ég kenni í brjósti um þann sem mun á endanum leysa Downey, Jr. af hólmi. Hann hefur gert Járnmanninn að skemmtilegustu bíóofurhetju samtímans, og líklega hefur hann aldrei verið betri í rullunni en hér. Aðrir leikarar standa sig þó með prýði og sérstaklega er Ben Kingsley glæsilegur í hlutverki Mandarínans. Endakaflinn er eini dragbíturinn, en eins og í langflestum ofurhetjumyndum er hasarinn dreginn fullmikið á langinn á lokasprettinum. Minna er oft meira.Niðurstaða: Besta mynd seríunnar.
Gagnrýni Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira