Ekki annað í boði en að leika yngra fólk Freyr Bjarnason skrifar 14. maí 2013 13:00 Spaugstofumennirnir Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason. Kynslóðaskipti eru að verða í íslenskum stjórnmálum og yngra fólk að koma inn fyrir það eldra. Meðlimir Spaugstofunnar hafa ekki farið varhluta af þessu. "Við erum í stjórnarmyndunarviðræðum. Við vitum ekki hvaða ráðuneyti við fáum, þannig að við bíðum bara spenntir," segir Örn Árnason, spurður út í Spaugstofuna og yfirvofandi stjórnarskipti. Örn hefur að undanförnu leikið Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, og Pálmi Gestsson leikur Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Mikil óvissa ríkir um önnur hlutverk, enda eru hinar raunverulegu stjórnarmyndunarviðræður enn í gangi á milli þeirra Sigmundar Davíðs og Bjarna. "Karl Ágúst er í mjög erfiðri stöðu því hann er búinn að missa Jóhönnu [Sigurðardóttur]. Það er ljóst að kynjahlutfall Spaugstofunnar á eftir að breytast verulega," segir Örn. Spaugstofan hóf göngu sína árið 1989. Þá léku þeir félagar stjórnmálamenn sem voru tuttugu til þrjátíu árum eldri en þeir og til dæmis túlkaði Pálmi, sem þá var 32 ára, þáverandi forsætisráðherra, Steingrím Hermannsson, eftirminnilega en hann var þá 61 árs gamall. Síðan þá hefur aldarfjórðungur liðið og Spaugstofumenn eru komnir vel á sextugsaldurinn en ráðherrarnir sem þeir leika eru teknir að yngjast allsvakalega. Spurður hvernig tilfinning það sé að leika núna fólk sem er ef til vill tuttugu árum yngra segir Örn: "Það er ekki annað í boði. Úr þessu er allt niður á við," segir hann og hlær dátt. "Við byrjuðum á því að leika upp fyrir okkur og nú erum við að leika niður fyrir okkur. Það segir okkur hvað Spaugstofan er búin að vera lengi starfandi." Örn segir allt benda til þess að Spaugstofan haldi áfram á Stöð 2 næsta haust, enda eru stjórnarmyndunarviðræður þeirra félaga þegar hafnar. "Við ætlum að hittast í fellihýsinu hans Sigga Sigurjóns í fyrramálið [í dag]. Við förum svo þaðan í fellihýsinu og hittumst í tjaldi hjá Karli Ágústi." Menning Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Kynslóðaskipti eru að verða í íslenskum stjórnmálum og yngra fólk að koma inn fyrir það eldra. Meðlimir Spaugstofunnar hafa ekki farið varhluta af þessu. "Við erum í stjórnarmyndunarviðræðum. Við vitum ekki hvaða ráðuneyti við fáum, þannig að við bíðum bara spenntir," segir Örn Árnason, spurður út í Spaugstofuna og yfirvofandi stjórnarskipti. Örn hefur að undanförnu leikið Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, og Pálmi Gestsson leikur Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Mikil óvissa ríkir um önnur hlutverk, enda eru hinar raunverulegu stjórnarmyndunarviðræður enn í gangi á milli þeirra Sigmundar Davíðs og Bjarna. "Karl Ágúst er í mjög erfiðri stöðu því hann er búinn að missa Jóhönnu [Sigurðardóttur]. Það er ljóst að kynjahlutfall Spaugstofunnar á eftir að breytast verulega," segir Örn. Spaugstofan hóf göngu sína árið 1989. Þá léku þeir félagar stjórnmálamenn sem voru tuttugu til þrjátíu árum eldri en þeir og til dæmis túlkaði Pálmi, sem þá var 32 ára, þáverandi forsætisráðherra, Steingrím Hermannsson, eftirminnilega en hann var þá 61 árs gamall. Síðan þá hefur aldarfjórðungur liðið og Spaugstofumenn eru komnir vel á sextugsaldurinn en ráðherrarnir sem þeir leika eru teknir að yngjast allsvakalega. Spurður hvernig tilfinning það sé að leika núna fólk sem er ef til vill tuttugu árum yngra segir Örn: "Það er ekki annað í boði. Úr þessu er allt niður á við," segir hann og hlær dátt. "Við byrjuðum á því að leika upp fyrir okkur og nú erum við að leika niður fyrir okkur. Það segir okkur hvað Spaugstofan er búin að vera lengi starfandi." Örn segir allt benda til þess að Spaugstofan haldi áfram á Stöð 2 næsta haust, enda eru stjórnarmyndunarviðræður þeirra félaga þegar hafnar. "Við ætlum að hittast í fellihýsinu hans Sigga Sigurjóns í fyrramálið [í dag]. Við förum svo þaðan í fellihýsinu og hittumst í tjaldi hjá Karli Ágústi."
Menning Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira