Lotus: Ósanngjarnt að breyta dekkjum Birgir Þór Harðarson skrifar 15. maí 2013 06:00 Yfirmenn Lotus-liðsins í Formúlu 1 segja það væri ósanngjarnt gagnvart þeim liðum sem hafa náð árangrí með Pirelli-dekkin að breyta gúmmíblöndunni. Pirelli íhugar að gera breytingar fyrir breska kappaksturinn vegna gagnrýni á áhrif dekkjanna. Nokkur lið neyddust til að taka fjögur viðgerðarhlé í Barcelona um síðustu helgi til að skipta um dekk vegna hás slitstigs þeirra í kappakstrinum. Lotus-liðið telur breytingar á dekkjunum svo þau framkalli færri viðgerðarhlé geta haft áhrif á stöðu þeirra í brautinni. Lotus-bíllinn virðist, ásamt Ferrari-bílnum, höndla dekkin mun betur en bílar annarra liða. "Ég held að fyrirhugaðar breytingar séu ekki sanngjarnar, en við munum þurfa að aðlagast eins og við gerum alltaf," sagði Eric Boullier liðstjóri Lotus. "Allir hafa sömu dekkin!" Boullier telur gagnrýni á dekkin vera á ranga fleti málsins og segir keppinauta sína einfaldlega ekki geta aðlagast jafn vel og Lotus. "Við þurfum að spurja réttu spurninganna. Spurningin er ekki varðandi dekkin heldur hvort við gerðum eitthvað við bílinn sem fer illa með dekkin." "Þetta er eins fyrir alla. Það voru gerðar breytingar fyrir spænska kappaksturinn sem áttu að hjálpa liðinu sem kvartaði mest. En ég held að Pirelli breyti ekki neinu. Þeir voru beðnir um að búa til dekk sem myndu endast 20 hringi og þeir gerðu akkúrat það. Þar við situr." Formúla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Yfirmenn Lotus-liðsins í Formúlu 1 segja það væri ósanngjarnt gagnvart þeim liðum sem hafa náð árangrí með Pirelli-dekkin að breyta gúmmíblöndunni. Pirelli íhugar að gera breytingar fyrir breska kappaksturinn vegna gagnrýni á áhrif dekkjanna. Nokkur lið neyddust til að taka fjögur viðgerðarhlé í Barcelona um síðustu helgi til að skipta um dekk vegna hás slitstigs þeirra í kappakstrinum. Lotus-liðið telur breytingar á dekkjunum svo þau framkalli færri viðgerðarhlé geta haft áhrif á stöðu þeirra í brautinni. Lotus-bíllinn virðist, ásamt Ferrari-bílnum, höndla dekkin mun betur en bílar annarra liða. "Ég held að fyrirhugaðar breytingar séu ekki sanngjarnar, en við munum þurfa að aðlagast eins og við gerum alltaf," sagði Eric Boullier liðstjóri Lotus. "Allir hafa sömu dekkin!" Boullier telur gagnrýni á dekkin vera á ranga fleti málsins og segir keppinauta sína einfaldlega ekki geta aðlagast jafn vel og Lotus. "Við þurfum að spurja réttu spurninganna. Spurningin er ekki varðandi dekkin heldur hvort við gerðum eitthvað við bílinn sem fer illa með dekkin." "Þetta er eins fyrir alla. Það voru gerðar breytingar fyrir spænska kappaksturinn sem áttu að hjálpa liðinu sem kvartaði mest. En ég held að Pirelli breyti ekki neinu. Þeir voru beðnir um að búa til dekk sem myndu endast 20 hringi og þeir gerðu akkúrat það. Þar við situr."
Formúla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira