Ferrari vill selja færri bíla Finnur Thorlacius skrifar 14. maí 2013 15:15 Flestir bílaframleiðendur stefna ávallt að sölu fleiri og fleiri bíla sinna. Einn sker sig þó úr því Ferrari lýsti því yfir um daginn að stefna fyrirtækisins væri að selja færri bíla en það gerir nú. Með því móti verður merki Ferrari betur haldið á lofti sem lúxusmerki og færri fá en vilja. Í fyrra seldi Ferrari 7.318 bíla en stefnir að því að selja minna en 7.000 bíla í ár. Forstjóri Ferrari útskýrði þessa stefnu fyrirtækisins um daginn. Hann sagði að Ferrari væri eins og falleg kona, hún þyrfti að vera biðarinnar virði og eftirsótt. Með þessari stefnu væri minni hætta á að fylla markaðinn og eldri bílar Ferrari yrðu eftirsóttari. Ótrúverðug stefna? Einhverjir hafa bent á að yfirlýsing Ferrari byggist á öðru en útskýringum forstjórans og að greinilega stefni í minnkandi sölu á ofurbílum og að Lamborghini hafi þegar undirbúið sig fyrir minnkandi eftirspurn. Lamborghini seldi 2.083 bíla í fyrra og nam söluakningin 30% frá fyrra ári. Þrátt fyrir þessa stefnu Ferrari ætlar fyrirtækið að ráða 250 nýja starfsmenn á næstunni en 200 þeirra eiga að smíða nýjar vélar fyrir Maserati bíla. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
Flestir bílaframleiðendur stefna ávallt að sölu fleiri og fleiri bíla sinna. Einn sker sig þó úr því Ferrari lýsti því yfir um daginn að stefna fyrirtækisins væri að selja færri bíla en það gerir nú. Með því móti verður merki Ferrari betur haldið á lofti sem lúxusmerki og færri fá en vilja. Í fyrra seldi Ferrari 7.318 bíla en stefnir að því að selja minna en 7.000 bíla í ár. Forstjóri Ferrari útskýrði þessa stefnu fyrirtækisins um daginn. Hann sagði að Ferrari væri eins og falleg kona, hún þyrfti að vera biðarinnar virði og eftirsótt. Með þessari stefnu væri minni hætta á að fylla markaðinn og eldri bílar Ferrari yrðu eftirsóttari. Ótrúverðug stefna? Einhverjir hafa bent á að yfirlýsing Ferrari byggist á öðru en útskýringum forstjórans og að greinilega stefni í minnkandi sölu á ofurbílum og að Lamborghini hafi þegar undirbúið sig fyrir minnkandi eftirspurn. Lamborghini seldi 2.083 bíla í fyrra og nam söluakningin 30% frá fyrra ári. Þrátt fyrir þessa stefnu Ferrari ætlar fyrirtækið að ráða 250 nýja starfsmenn á næstunni en 200 þeirra eiga að smíða nýjar vélar fyrir Maserati bíla.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent