Poppprinsinn Justin Bieber er nú í Suður-Afríku á Believe-tónleikaferðalagi sínu. Hann nýtti sér það í vikunni að maður þarf aðeins að vera átján ára þar í landi til að mega drekka áfengi.
Hann setti mynd af sér á Instagram þar sem hann sést fá sér einn ískaldan bjór með vini sínum.
Bieber er nýorðinn nítján ára.“Bjór í frumskóginum,” skrifaði Justin við myndina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Justin smakkar áfengi því hann sagði í viðtali við GQ í fyrra að hann fengi sér örsjaldan í glas.
Túrar á fullu.“Mig langar til að hafa stjórn á mér. Ég hef fengið mér bjór en ég missi aldrei stjórnina.”