Íslenska stúlknalandsliðið í fimleikum fékk bronsverðlaun í sveitakeppni á Norðurlandamóti unglinga í áhaldafimleikum sem fer fram í Elverum í Noregi en þetta kemur fram í frétt frá Fimleikasambandi Íslands.
Í dag fór fram keppni í fjölþraut og sveitakeppni en á morgun fara fram úrslit á einstökum áhöldum. Eins og fyrr sagði náði stúlknasveitin 3.sæti í sveitakeppni en að auki þá er Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir í úrslitum á stökki og á gólfi.
Valgarð Reinharðsson er einnig í úrslitum á svifrá og stökki, ekki liggja fyrir útreikningar á öllum úrslitum pilta og því ennþá möguleiki á að fleiri piltar komist í úrslitin á morgun.
Piltasveitin lenti í því óhappi að einn keppandinn meiddist í upphitun og því gátu þeir ekki stillt upp sínu sterkasta liði og lentu því í 5.sæti.
