Hjólar í vinnunni 25. maí 2013 15:06 Nútímamenn hafa ekki tíma fyrir leikaraskap. „Nútíma karlmenn hafa hreinlega ekki tíma fyrir einhvern leikaraskap og það þarf að beita útsjónasemi ætli menn að ná árangri í svona hjólreiðakeppnum," segir Ólafur Tryggvason, einn liðsmanna í hjólaliðinu Expendables Cycling Team sem tekur þátt í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni í júní. Ólafur slær tvær flugur í einu höggi með því að sinna vinnu sinni hjá Opnum Kerfum á sama tíma og hann æfir af fullum krafti, eins og myndin ber með sér. Átakið Hjólað í vinnuna breyttist hjá Ólafi í Hjólað í vinnunni sem er ágætis æfing; „Enda hjólreiðakeppnin hringinn í kringum landið ágætlega krefjandi verkefni svo allur undirbúningur er góður." Á síðasta ári tók Ólafur þátt í keppninni, en þá sem bílstjóri. Hann kveðst álíta þáttöku sína í ár sem ákveðna afslöppun, hlutverk bílstjóra hafi reynt verulega á þolrifin; „það hlutverk er sennilega það erfiðasta í keppninni. Það verður bara að segjast eins og er að fyrir virkan einstakling er ekki auðvelt að keyra á 25-30 km hraða hringinn í kringum landið." Liðsmenn í Expendables Cycling liðinu leggja ekki einungis metnað í að koma fyrstir í mark, þótt þeir segist vera annálaðir „crossfittarar", heldur leggja þeir mikið uppúr að vera ofarlega - og helst efstir á lista yfir áheitasöfnun og leggja þannig góðu starfi Barnaheilla - Save the Children á Íslandi lið. „Við ætlum að fara alla leið í þessu og það verður mikið fjör í okkur. Við erum á fullu við að undirbúa hressandi efni sem við hendum inná Facebook síðuna okkar og hvetjum fólk til að fylgjast með okkur, og auðvitað heita á okkur líka. Til þess er nú leikurinn gerður." Hægt er að fylgjast með þeim félögum á fésbókarsíðu þeirra. Alls hafa 27 lið skráð sig til þátttöku í WOW Cyclothoninu sem fram fer 19-22. júní þegar þátttakendur hjóla í boðsveitarformi hringinn í kringum landið. Nánari upplýsingar er að finna á áheitavefnum wowcyclothon.is, en öll áheit renna til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Hægt er að fylgjast með keppninni þar og á facebook.com/wowcyclothon Wow Cyclothon Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Nútíma karlmenn hafa hreinlega ekki tíma fyrir einhvern leikaraskap og það þarf að beita útsjónasemi ætli menn að ná árangri í svona hjólreiðakeppnum," segir Ólafur Tryggvason, einn liðsmanna í hjólaliðinu Expendables Cycling Team sem tekur þátt í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni í júní. Ólafur slær tvær flugur í einu höggi með því að sinna vinnu sinni hjá Opnum Kerfum á sama tíma og hann æfir af fullum krafti, eins og myndin ber með sér. Átakið Hjólað í vinnuna breyttist hjá Ólafi í Hjólað í vinnunni sem er ágætis æfing; „Enda hjólreiðakeppnin hringinn í kringum landið ágætlega krefjandi verkefni svo allur undirbúningur er góður." Á síðasta ári tók Ólafur þátt í keppninni, en þá sem bílstjóri. Hann kveðst álíta þáttöku sína í ár sem ákveðna afslöppun, hlutverk bílstjóra hafi reynt verulega á þolrifin; „það hlutverk er sennilega það erfiðasta í keppninni. Það verður bara að segjast eins og er að fyrir virkan einstakling er ekki auðvelt að keyra á 25-30 km hraða hringinn í kringum landið." Liðsmenn í Expendables Cycling liðinu leggja ekki einungis metnað í að koma fyrstir í mark, þótt þeir segist vera annálaðir „crossfittarar", heldur leggja þeir mikið uppúr að vera ofarlega - og helst efstir á lista yfir áheitasöfnun og leggja þannig góðu starfi Barnaheilla - Save the Children á Íslandi lið. „Við ætlum að fara alla leið í þessu og það verður mikið fjör í okkur. Við erum á fullu við að undirbúa hressandi efni sem við hendum inná Facebook síðuna okkar og hvetjum fólk til að fylgjast með okkur, og auðvitað heita á okkur líka. Til þess er nú leikurinn gerður." Hægt er að fylgjast með þeim félögum á fésbókarsíðu þeirra. Alls hafa 27 lið skráð sig til þátttöku í WOW Cyclothoninu sem fram fer 19-22. júní þegar þátttakendur hjóla í boðsveitarformi hringinn í kringum landið. Nánari upplýsingar er að finna á áheitavefnum wowcyclothon.is, en öll áheit renna til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Hægt er að fylgjast með keppninni þar og á facebook.com/wowcyclothon
Wow Cyclothon Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira