Rosberg á ráspól í þriðja skiptið í röð Birgir Þór Harðarson skrifar 25. maí 2013 13:03 Nico Rosberg verður fremstur á ráslínu í Mónakókappakstrinum á morgun. Hann var fljótastur umhverfis götubrautina þröngu í tímatökunum sem lauk nú rétt í þessu. Liðsfélgi Rosbergs, Lewis Hamilton, verður annar en var nálægt því að krækja í ráspól í fyrsta sinn í Mónakó. Aðeins nokkrum sekúndum eftir að Hamilton náði besta tíma ók Rosberg yfir línuna og stal hnossinu. Það verða því tveir Mercedes-bílar fremstir á ráslínu í kappakstrinum. Faðir Nico, Finninn Keke Rosberg, vann þennan kappakstur í Formúlu 1 fyrir 30 árum. Sá glotti í myndavélarnar þegar ljóst var að sonurinn yrði á ráspól og í kjörstöðu fyrir kappaksturinn. Framúrakstur er gríðarlega erfiður í Mónakó svo góð rásstaða er mikilvæg. Sebastain Vettel á Red Bull var því kannski ekkert ofboðslega sáttur með þriðja sætið í tímatökunni. Red Bull og Mercedes voru í stuði í dag vegna þess hve kalt var. Tímatakan fór fram í bleytu en á morgun verður heitara í veðri og spáð er sól og blíðu. Ferrari og Lotus munu að öllum líkindum standa betur að vígi í þeim aðstæðum en keppinautarnir. Mark Webber var fjórði fljótasti ökuþórinn. Hann ekur Red Bull-bíl eins og Vettel. Á eftir honum ræsa Kimi Raikkönen á Lotus, Fernando Alonso á Ferrari og Sergio Perez á McLaren. Felipe Massa varð að sitja hjá í tímatökunni vegna skemmdana sem hann vann á Ferrari-bíl sínum þegar hann ók í vegriðið á æfingunni í morgun. Liðið náði ekki að tjasla bílnum saman í tæka tíð. Massa ræsir því aftastur. Þá gerðist það í fyrsta sinn síðan í Belgíu 2010 að Caterham náði bíl inn í aðra lotu tímatökunnar. Giedo van der Garde sá við Paul di Resta og ræsir fimmtándi á undan Pastor Maldonado.Staðan í tímatökum nrÖkuþórBíll/vélTímibil1Nico RosbergMercedes1'13.876-2Lewis HamiltonMercedes1'13.9670.0913Sebastian VettelRed Bull/Renault1'13.9800.1044Mark WebberRed Bull/Renault1'14.1810.3055Kimi RäikkönenLotus/Renault1'14.8220.9466Fernando AlonsoFerrari1'14.8240.9487Sergio PérezMcLaren/Mercedes1'15.1381.2628Adrian SutilForce India/Mercedes1'15.3831.5079Jenson ButtonMcLaren/Mercedes1'15.6471.77110Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari1'15.7031.82711Nico HülkenbergSauber/Ferrari1'18.3314.45512Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari1'18.3444.46813Romain GrosjeanLotus/Renault1'18.6034.72714Valtteri BottasWilliams/Renault1'19.0775.20115G.van der GardeCaterham/Renault1'19.4085.53216Pastor MaldonadoWilliams/Renault1'21.6887.81217Paul Di RestaForce India/Mercedes1'26.32212.44618Charles PicCaterham/Renault1'26.63312.75719E.GutiérrezSauber/Ferrari1'26.91713.04120Max ChiltonMarussia/Cosworth1'27.30313.42721Jules BianchiMarussia/Cosworth--22Felipe MassaFerrari-- - Allir tímar eru óopinberir - Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nico Rosberg verður fremstur á ráslínu í Mónakókappakstrinum á morgun. Hann var fljótastur umhverfis götubrautina þröngu í tímatökunum sem lauk nú rétt í þessu. Liðsfélgi Rosbergs, Lewis Hamilton, verður annar en var nálægt því að krækja í ráspól í fyrsta sinn í Mónakó. Aðeins nokkrum sekúndum eftir að Hamilton náði besta tíma ók Rosberg yfir línuna og stal hnossinu. Það verða því tveir Mercedes-bílar fremstir á ráslínu í kappakstrinum. Faðir Nico, Finninn Keke Rosberg, vann þennan kappakstur í Formúlu 1 fyrir 30 árum. Sá glotti í myndavélarnar þegar ljóst var að sonurinn yrði á ráspól og í kjörstöðu fyrir kappaksturinn. Framúrakstur er gríðarlega erfiður í Mónakó svo góð rásstaða er mikilvæg. Sebastain Vettel á Red Bull var því kannski ekkert ofboðslega sáttur með þriðja sætið í tímatökunni. Red Bull og Mercedes voru í stuði í dag vegna þess hve kalt var. Tímatakan fór fram í bleytu en á morgun verður heitara í veðri og spáð er sól og blíðu. Ferrari og Lotus munu að öllum líkindum standa betur að vígi í þeim aðstæðum en keppinautarnir. Mark Webber var fjórði fljótasti ökuþórinn. Hann ekur Red Bull-bíl eins og Vettel. Á eftir honum ræsa Kimi Raikkönen á Lotus, Fernando Alonso á Ferrari og Sergio Perez á McLaren. Felipe Massa varð að sitja hjá í tímatökunni vegna skemmdana sem hann vann á Ferrari-bíl sínum þegar hann ók í vegriðið á æfingunni í morgun. Liðið náði ekki að tjasla bílnum saman í tæka tíð. Massa ræsir því aftastur. Þá gerðist það í fyrsta sinn síðan í Belgíu 2010 að Caterham náði bíl inn í aðra lotu tímatökunnar. Giedo van der Garde sá við Paul di Resta og ræsir fimmtándi á undan Pastor Maldonado.Staðan í tímatökum nrÖkuþórBíll/vélTímibil1Nico RosbergMercedes1'13.876-2Lewis HamiltonMercedes1'13.9670.0913Sebastian VettelRed Bull/Renault1'13.9800.1044Mark WebberRed Bull/Renault1'14.1810.3055Kimi RäikkönenLotus/Renault1'14.8220.9466Fernando AlonsoFerrari1'14.8240.9487Sergio PérezMcLaren/Mercedes1'15.1381.2628Adrian SutilForce India/Mercedes1'15.3831.5079Jenson ButtonMcLaren/Mercedes1'15.6471.77110Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari1'15.7031.82711Nico HülkenbergSauber/Ferrari1'18.3314.45512Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari1'18.3444.46813Romain GrosjeanLotus/Renault1'18.6034.72714Valtteri BottasWilliams/Renault1'19.0775.20115G.van der GardeCaterham/Renault1'19.4085.53216Pastor MaldonadoWilliams/Renault1'21.6887.81217Paul Di RestaForce India/Mercedes1'26.32212.44618Charles PicCaterham/Renault1'26.63312.75719E.GutiérrezSauber/Ferrari1'26.91713.04120Max ChiltonMarussia/Cosworth1'27.30313.42721Jules BianchiMarussia/Cosworth--22Felipe MassaFerrari-- - Allir tímar eru óopinberir -
Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira