Aðstandendur kvikmyndarinnar Rocketman íhuga nú að fá breska leikarann Tom Hardy til að leika aðalhlutverkið. Það er vefsíðan Hitfix sem greinir frá þessu.
Myndin fjallar um tónlistarmanninn Elton John og er henni lýst sem „ævisögulegri tónlistarfantasíu sem tvinnar saman líf hans og tónlist“.
Hardy, sem er meðal annars þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndunum Lawless, The Warrior og The Dark Knight Rises, hefur ekki borist formlegt boð ennþá, og að sögn Hitfix er ekki er vitað hvort hann búi yfir sönghæfileikum.
Kemur til greina sem Elton John
