David „Deacon" Jones, einn besti varnarmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar, er látinn 74 ára að aldri.
Jones lést sökum aldurs að heimili sínu í Suður-Kaliforníu í gærkvöldi.
„Deacon Jones er einn besti leikmaðurinn í sögu NFL. Hann var sannkallaður risi utan vallar. Ástríða hans og andi munu lifa með þeim sem þekktu hann," sagði Bruce Allen, framkvæmdastjóri Washingon Redskins, í gær.
Jones var þekktur fyrir að tækla leikstjórnanda andstæðinganna. Það tókst honum í 173 skipti á 14 ára ferli með Los Angeles Rams, San Diego Chargers auk Redskins. Aðeins Reggie White tókst það oftar.
Á ferli sínum missti Jones aðeins úr sex leiki.

