Þríþrautarkappinn Bjarki Freyr Rúnarsson hafnaði í þriðja sæti af fjórum keppendum í flokki 18-19 ára á Evrópumeistaramótinu í ólympískri þríþraut í Tyrklandi í dag. Hann er fyrsti Íslendingurinn til þess að komast á pall á Evrópumóti í þríþraut.
Bjarki Freyr kom í mark á tveimur klukkustundum og ellefu mínútum. Hann var rétt rúmri mínútu á eftir Bretanum James Briscoe. Hinir þátttakendurnir í flokki Bjarka voru einnig breskir.
Bjarki var fljótasti hlauparinn af þátttakendunum fjórum en þriðji sterkastur í sundinu og hjólreiðunum.
Sigurður Ásar Martinsson hafnaði í 28. sæti af 38 keppendum í flokki 35-39 ára. Sigurður kom í mark á tímanum tveimur klukkustundum og átján mínútum.
Bjarki Freyr varð þriðji
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn





Fleiri fréttir
