Þrjátíu flytjendur hafa bæst við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem verður haldin í fimmtánda sinn 30. október til 3. nóvember.
Á meðal þeirra er bandaríska hljómsveitin Midlake sem hefur gefið út þrjár hljóðversplötur á fjórtán ára ferli sínum. Hljómsveitin aðstoðaði við upptökustjórn á fyrstu plötu Íslandsvinarins Johns Grant, Queen of Denmark, og spilaði einnig inn á plötuna.
Einnig hafa bæst við hátíðina Emilíana Torrini, FM Belfast, belgíska sveitin Girls in Hawaii, Retro Stefson, Amiina og Moses Hightower.
Þrjátíu bætast við Iceland Airwaves
