Erpur Eyvindarsson, meðlimur XXX-Rottweiler segir mikla eftirvæntingu ríkja meðal hljómsveitarmeðlima að spila á tónleikunum.
„Við erum búnir að vera á leiðinni að spila á Faktorý í ábyggilega ár. Ætli þetta verði ekki fyrstu og síðustu tónleikarnir okkar á staðnum áður en hann verður rifinn til þess að byggja hótel - sögulegt dæmi," segir Erpur.
„Við hlökkum til og vonumst til að sjá sem flesta. Við vorum líka að gefa út nýtt lag sem er frekar feitt og við munum taka á tónleikunum. Trylla lýðinn!“ segir Erpur, jafnframt.