Sóley sló persónulegt met í Sandá Hanna Ólafsdóttir skrifar 1. júlí 2013 15:15 Sóley Kristjánsdóttir ásamt eiginmanni sínum Frey Frostasyni með 85 sentimetra hrygnu sem Sóley veiddi í Sandá í Þistilfirði um síðustu helgi. „Ég var í svona korter ná henni , hún var alveg brjáluð,“ segir Sóley Kristjánsdóttir vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni um stærðarinnar hrygnu sem hún veiddi í Sandá í Þistilfirði síðustu helgi. Hrygnan mældist 85 sentimetrar og er stærsti fiskur sem Sóley hefur veitt. Sóley sem var í veiði í ánni ásamt eiginmanni sínum og vinum segir hrygnuna augljóslega hafa lent í miklum ævintýrum áður en hún náði henni á land. „Hún hafði verið veidd daginn áður af vini mínum og var auðþekkjanleg því hún var mjög rispuð og illa farin. Líklega eftir sel. Hún hefur því greinilega reynt ýmislegt þessi hrygna, en við slepptum henni aftur og hún væntanlega lent í nýjum ævintýrum.“ Sóley sem smitaðist af veiðidellu fyrir um 11 árum segir fiskana hafa verið fáa í ánni en mjög stóra. „Ég veiddi þennan á litla einkrækju sem hnýtt var með Portlandbragðinu á flugu sem heitir Johnnie Walker. Þetta er fluga sem vann fluguhnýtingakeppni í veiðibúðinni Veiðiflugur og hefur reynst mér vel.“ Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Veiðitúr til Grænlands í verðlaun Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði
„Ég var í svona korter ná henni , hún var alveg brjáluð,“ segir Sóley Kristjánsdóttir vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni um stærðarinnar hrygnu sem hún veiddi í Sandá í Þistilfirði síðustu helgi. Hrygnan mældist 85 sentimetrar og er stærsti fiskur sem Sóley hefur veitt. Sóley sem var í veiði í ánni ásamt eiginmanni sínum og vinum segir hrygnuna augljóslega hafa lent í miklum ævintýrum áður en hún náði henni á land. „Hún hafði verið veidd daginn áður af vini mínum og var auðþekkjanleg því hún var mjög rispuð og illa farin. Líklega eftir sel. Hún hefur því greinilega reynt ýmislegt þessi hrygna, en við slepptum henni aftur og hún væntanlega lent í nýjum ævintýrum.“ Sóley sem smitaðist af veiðidellu fyrir um 11 árum segir fiskana hafa verið fáa í ánni en mjög stóra. „Ég veiddi þennan á litla einkrækju sem hnýtt var með Portlandbragðinu á flugu sem heitir Johnnie Walker. Þetta er fluga sem vann fluguhnýtingakeppni í veiðibúðinni Veiðiflugur og hefur reynst mér vel.“
Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Veiðitúr til Grænlands í verðlaun Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði