Vikernes átti íslenskan pennavin Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. júlí 2013 15:41 Vikernes (t.h.) fékk senda íslenska orðabók og Hávamál frá Unnari og hafði mikinn áhuga á rúnum. samsett mynd Unnar Bjarnason, trommuleikari hljómsveitarinnar Sororicide, var í bréfasamskiptum við Kristian „Varg“ Vikernes fyrir um tveimur áratugum síðan, en Vikernes var handtekinn í morgun vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. „Já það getur passað,“ segir Unnar í samtali við Vísi, en hann kynntist Vikernes vegna áhuga Norðmannsins á Íslandi og á hljómsveit Unnars. „Hann sendi okkur bréf og var að athuga með tengiliði á Íslandi. Ég svaraði því og þá upphófust bara bréfaskriftir okkar á milli.“ Unnar og Vikernes skrifuðust á eftir að sá síðarnefndi hóf afplánun á 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir morð og kirkjubrennur, og stóðu bréfaskiptin yfir í nokkur ár. Unnar segist þó ekki vera með smáatriði bréfanna á hreinu. „Hann var að ýja að því að ég ætti að gera Ísland að heiðnu landi sem var auðvitað djók. Hann var svolítið rasískur en skemmtilegur líka. Þetta var ekki bara einhver geðveiki. Ég þyrfti bara að skoða þessi bréf aftur, ég á þau einhvers staðar.“Söng á íslensku Vikernes fékk senda íslenska orðabók og Hávamál frá Unnari og hafði mikinn áhuga á rúnum. „Svo söng hann eina plötu á íslensku,“ segir Unnar, sem var nýbúinn að lesa um þessa nýjustu handtöku pennavinarins fyrrverandi. „Já ég var að lesa þetta. Ég sé ekki alveg hvað þeir hafa á hann. Konan hans kaupir einhverjar fjórar byssur. Ef hann er búinn að vera að skipuleggja eitthvað í líkingu við það sem hann er sakaður um er hann auðvitað bara brjálæðingur, en maður veit ekki hvað maður á að halda. Hann hefur komið fram í viðtölum og komið bara eðlilega fram þar. Til dæmis tjáði hann sig um Breivik-málið og var gjörsamlega á móti því sem hann gerði.“ Noregur Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Unnar Bjarnason, trommuleikari hljómsveitarinnar Sororicide, var í bréfasamskiptum við Kristian „Varg“ Vikernes fyrir um tveimur áratugum síðan, en Vikernes var handtekinn í morgun vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. „Já það getur passað,“ segir Unnar í samtali við Vísi, en hann kynntist Vikernes vegna áhuga Norðmannsins á Íslandi og á hljómsveit Unnars. „Hann sendi okkur bréf og var að athuga með tengiliði á Íslandi. Ég svaraði því og þá upphófust bara bréfaskriftir okkar á milli.“ Unnar og Vikernes skrifuðust á eftir að sá síðarnefndi hóf afplánun á 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir morð og kirkjubrennur, og stóðu bréfaskiptin yfir í nokkur ár. Unnar segist þó ekki vera með smáatriði bréfanna á hreinu. „Hann var að ýja að því að ég ætti að gera Ísland að heiðnu landi sem var auðvitað djók. Hann var svolítið rasískur en skemmtilegur líka. Þetta var ekki bara einhver geðveiki. Ég þyrfti bara að skoða þessi bréf aftur, ég á þau einhvers staðar.“Söng á íslensku Vikernes fékk senda íslenska orðabók og Hávamál frá Unnari og hafði mikinn áhuga á rúnum. „Svo söng hann eina plötu á íslensku,“ segir Unnar, sem var nýbúinn að lesa um þessa nýjustu handtöku pennavinarins fyrrverandi. „Já ég var að lesa þetta. Ég sé ekki alveg hvað þeir hafa á hann. Konan hans kaupir einhverjar fjórar byssur. Ef hann er búinn að vera að skipuleggja eitthvað í líkingu við það sem hann er sakaður um er hann auðvitað bara brjálæðingur, en maður veit ekki hvað maður á að halda. Hann hefur komið fram í viðtölum og komið bara eðlilega fram þar. Til dæmis tjáði hann sig um Breivik-málið og var gjörsamlega á móti því sem hann gerði.“
Noregur Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira