Sjónarvottar segja fórnarlambið hafa verið vankað og blóðugt Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 12. júlí 2013 19:04 Lögreglan hefur undanfarna daga leitað að Stefáni Loga Sívarssyni vegna árásar sem átti sér stað á Stokkseyri í síðustu viku. Stefán er grunaður um að hafa í félagi við aðra numið á brott karlmann á þrítugsaldri, keyrt með hann til Stokkseyrar og haldið honum föngnum í íbúðarhúsi og misþyrmt í um sólarhring. Fjórir menn hafa verið handteknir vegna málsins, tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í fyrradag og voru tveir aðrir leiddir fyrir Héraðsdóm Reykjaness nú á sjötta tímanum. Einn þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi er íbúi í húsinu þar sem fórnarlambinu var misþyrmt. Eftir að hinir árásarmennirir voru farnir á brott gekk hann með þeim sem fyrir árásinni varð í söluturninn Skálann. Sjónarvottur sem var staddur í Skálanum vildi ekki koma í viðtal en lýsti í samtali við fréttastofu hvernig fórnarlambið og húsráðandinn komu saman inn í söluturninn. Hann sagði það greinilegt að húsráðandinn vildi losna við manninn og fór hann fljótlega eftir að þangað var komið. Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening. Í Fréttablaðinu í morgun kom einnig fram að maðurinn væri með sár á líkamanum eftir svipuhögg. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Stefán Logi kemst í kast við lögin en hann var meðal annars sakfelldur fyrir nauðgun í janúar á þessu ári og dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Þeim dómi var þó snúið í Hæstarétti og hann sýknaður í júní. Lögmaður Stefáns er ósáttur við vinnubrögð lögreglu í því máli sem nú er komið upp og segir hann lögreglu bera á Stefán sakir í fjölmiðlum. Slíkt sé forkastanlegt. "Ef þeir þurfa að ná tali af Stefáni Loga og hafa hann grunaðan um að hafa framið refsivert athæfi þá eiga þeir auðvitað bara að lýsa eftir honum með formlegum hætti, en ekki með því að leka nákvæmum upplýsingum um einhverja meinta refsiverða háttsemi í fjölmiðla og láta birta það á forsíðu," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segist ekki ekkert hafa heyrt í Stefáni í einhvern tíma.Stefán Logi er margdæmdur ofbeldismaður. Stokkseyrarmálið Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Lögreglan hefur undanfarna daga leitað að Stefáni Loga Sívarssyni vegna árásar sem átti sér stað á Stokkseyri í síðustu viku. Stefán er grunaður um að hafa í félagi við aðra numið á brott karlmann á þrítugsaldri, keyrt með hann til Stokkseyrar og haldið honum föngnum í íbúðarhúsi og misþyrmt í um sólarhring. Fjórir menn hafa verið handteknir vegna málsins, tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í fyrradag og voru tveir aðrir leiddir fyrir Héraðsdóm Reykjaness nú á sjötta tímanum. Einn þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi er íbúi í húsinu þar sem fórnarlambinu var misþyrmt. Eftir að hinir árásarmennirir voru farnir á brott gekk hann með þeim sem fyrir árásinni varð í söluturninn Skálann. Sjónarvottur sem var staddur í Skálanum vildi ekki koma í viðtal en lýsti í samtali við fréttastofu hvernig fórnarlambið og húsráðandinn komu saman inn í söluturninn. Hann sagði það greinilegt að húsráðandinn vildi losna við manninn og fór hann fljótlega eftir að þangað var komið. Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening. Í Fréttablaðinu í morgun kom einnig fram að maðurinn væri með sár á líkamanum eftir svipuhögg. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Stefán Logi kemst í kast við lögin en hann var meðal annars sakfelldur fyrir nauðgun í janúar á þessu ári og dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Þeim dómi var þó snúið í Hæstarétti og hann sýknaður í júní. Lögmaður Stefáns er ósáttur við vinnubrögð lögreglu í því máli sem nú er komið upp og segir hann lögreglu bera á Stefán sakir í fjölmiðlum. Slíkt sé forkastanlegt. "Ef þeir þurfa að ná tali af Stefáni Loga og hafa hann grunaðan um að hafa framið refsivert athæfi þá eiga þeir auðvitað bara að lýsa eftir honum með formlegum hætti, en ekki með því að leka nákvæmum upplýsingum um einhverja meinta refsiverða háttsemi í fjölmiðla og láta birta það á forsíðu," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segist ekki ekkert hafa heyrt í Stefáni í einhvern tíma.Stefán Logi er margdæmdur ofbeldismaður.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira