Guðmundur Ágúst, Haraldur Franklín og Axel keppa á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2013 16:30 Axel Bóasson, Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Mynd/GSÍmyndir.net Ísland á þrjá kylfinga á Evrópumóti einstaklinga í golfi sem fer fram dagana 7.-10. ágúst á Real Club de Golf el Prat á Spáni. Mótið er eitt sterkasta áhugamannamót sem fram fer í heiminum á ári hverju þar sem allir bestu áhugakylfingar Evrópu mæta til leiks. Meðal þeirra sem fagnað hafa sigri á mótinu eru Norður-Írinn Rory McIlroy árið 2006 og Sergio Garcia árið 1995. Alls taka 144 kylfingar þátt í mótinu í ár og þar af þrír frá Íslandi þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili. Haraldur Franklín Magnús varð í öðru sæti á Íslandsmótinu í höggleik en Guðmundur endaði þar í fimmta sæti og Axel varð sjötti. Guðmundur Ágúst byrjaði mjög illa á Íslandsmótinu en spilaði vel síðustu þrjá dagana. Leiknar verða 72 holur í mótinu, fyrir lokahringinn verður keppendum fækkað og munu 60 kylfingar leika um sjálfan Evróputitilinn. Golf Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Ísland á þrjá kylfinga á Evrópumóti einstaklinga í golfi sem fer fram dagana 7.-10. ágúst á Real Club de Golf el Prat á Spáni. Mótið er eitt sterkasta áhugamannamót sem fram fer í heiminum á ári hverju þar sem allir bestu áhugakylfingar Evrópu mæta til leiks. Meðal þeirra sem fagnað hafa sigri á mótinu eru Norður-Írinn Rory McIlroy árið 2006 og Sergio Garcia árið 1995. Alls taka 144 kylfingar þátt í mótinu í ár og þar af þrír frá Íslandi þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili. Haraldur Franklín Magnús varð í öðru sæti á Íslandsmótinu í höggleik en Guðmundur endaði þar í fimmta sæti og Axel varð sjötti. Guðmundur Ágúst byrjaði mjög illa á Íslandsmótinu en spilaði vel síðustu þrjá dagana. Leiknar verða 72 holur í mótinu, fyrir lokahringinn verður keppendum fækkað og munu 60 kylfingar leika um sjálfan Evróputitilinn.
Golf Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira